Nýjar kvöldvökur - 01.07.1949, Blaðsíða 46

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1949, Blaðsíða 46
116 KAMILLA N. Kv. sinn. Þegar barúninn nú einu sinni var lagður af stað, hafði ferðalagið mjög liress- andi og upplífgandi áhrif á liann, hann ferðaðist til ýmissa stórborga, og fregnina um drukknun konu sinnar fékk liann eigi fyrr en seint og síðar meir. Annars hefði hann auðvitað brugðið við og farið heim til að ráðstafa jarðarförinni og vera við hana. Það var um það bil mánaðartími, sem veslings Kamilla mátti heita umhirðulaus einstæðingur. Raunar var hjá henni í hús- inu eins konar kennslukona, er vaka átti yf- ir hinni ungu barúnsdóttur og gæta hennar, en á meðan l'rúin var á lífi, var ekki nærri því komandi, að kennslukonan fengi að hafa nein afskipti af lienni. Kamilla var dálítið einþykk og gat aldrei hænzt neitt að þessari kennslukonu og vildi með engu móti þýðast hana. Dauði móðurinnar fékk svo mjög á hina ungu mey, að henni beinlínis lá við sturlun. Þegar frúin var dregin liðið lík upp úr ánni og flutt heim, var Kamilla með á þeirri þungbæru sorgargöngu. Rak hún þá upp svo sár og tryllingsleg sorgarvein, að öðrum, er í förinni voru, stóð ógn af. Því var eins farið um Kamillu eins og nálega æfin- lega á sér stað um heyrnar- og mállausa, er þeir \'erða fyrir áköfum geðshræringum, að það var sem hún væri gripin af æðisgengn- um tryllingi, sem engin leið var til að sefa. Heilan sólarhring tók undir í húsinu af þessum tryllingslegu rofum, og hún æddi um allt í óstjórnlegu æði, barði sig alla utan og sló höfðinu við veggina, reif í hárið á sér og bar sig í stuttu rnáli til, eins og hún væri með öllu búin að rnissa vitið. Það var revnt að sefa hana; jáfnvel beitt við liana valdi, en það bara æsti hana enn meira. I.oks var hún þrotin að kröftum og hneig örmagna niður hjá líki móður sinnar. En eins og einnig oft er títt um þá, er fyr- ir áköfum geðshræringum verða, eins var því og varið nú með Kamillu litlu; lnin var alveg einkennilega fljót að átta sig og ná jafnvægi sínu aftur. Það var fyrstu dagana á eftir sem hún gengi í nokkurs konar leiðslu, eða á henni hvíldi farg. Hún gekk um, eða var á látlausu rápi um allt, jafnvel á ólík- legustu stöðum, og þáði þegjandi og alvar- lega þá aðhlynningu, er ltenni var í té látin. Það var jafnvel álitið, að hún væri í þann veginn alveg að ná sér. Einnig læknirinn, er til liennar var sóttur, taldi hana úr all.ri hættu. En svo allt í einu greip hana áköf taugaveiki, svo að vaka varð yfir henni öl 1- um stundum, og í verstu köstunum varð e'igi annað séð en að hún væri alveg að verða brjáluð. Þá, er svona var komið, ákvað Giraud gamli frændi hennar að skerast nú í málið og taka til sinna ráða. „Þar sem Kamilla litla,“ tók hann til máls, ,,nú má teljast bæði föður- og móðurlaus, þá leyli eg mér, sem nákominn ættingi hennar, að taka hana að mér til forsjár og fyrir- hyggju; álít beinlínis skyldu mína að ganga henni að nokkru leyti í föðurstað. Mér hef- ur jafnan geðjast vel að barninu, og hef margbeðið föður liennar um að trúa mér lyrir uppeldi hennar og umsjá, mér til ánægju og gleði í ellinni. Eg gat cigi af mér fengið að leggja fast að honum með þetta, þar sem hún þó var dóttir hans. en eins og nú standa sakir, hika eg eigi við að taka hana í mína umsjá. Þegar faðir hennar kem- ur heim aftur, mun eg orðalaust fá honum hana í hendur, ef liann krefst þess; annars held eg henni áfram, ef okkur talast svo til.“ Giraud gamli bar eigi ýkja mikið traust eða tiltrú til læknanna, og það af þeirri góðu ástæðu, að hann liélt því fast fram, að sjúk- dómar væru engir til, og því þvrfti aldrei neitt á læknurn að halda. Óyggjandi sönnun fyrir því, að sjúkdómar væru engir til , kvað hann þá staðreynd, að honum hefði aldrei orðið misdægurt. Einkum kvað hann tauga- veiklun alla ekkert annað en ímvndun eða fyrirslátt, er hrista bæri af sér með því að lyfta sér upp og skemmta sér. Nú meður því, að hvergi á jarðríki væru margbreyttari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.