Nýjar kvöldvökur - 01.07.1949, Blaðsíða 30

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1949, Blaðsíða 30
100 SUMARFERÐIR Á ÍSLANDI 1881 N. Kv. liesta, og síðan hafin fjallgangan. Úr henni varð þó minna, en til \'ar ætlast, því að leið- sögumaðurinn, fón bóndi, gekk þá bein- línis af sér! Gáfust þeir upp, Coles og Peek, en Morgan fylgdi Jóni fast eftir og náði einn þeirra félaga „Heklntindi hám“. . . . Sneru hinir aftur við brún efstu fanna. Mr. Coles segist þannig frá, að þrátt fyrir vonbrigði þau að komast ekki alla leið á Heklu-tind, hafi þeir samt fengið ríkulega umbunun lyrir erfiðleika alla í þeirri dýrð- legu iitsýn, er lrlasti viðþeim úr Heklu-hlíð- um. Lýsir hann þessu rækilega og m. a. á þessa leið: „Utsýnin í allar áttir var framúrskarandi mikilfengleg f)g hrífandi. í suðri blasti við hafið með Vestmannaeyjar. í suðaustri blik- aði á skalla Tindal jalla- og Coðalandsjökuls í sólskininu. í vestri, handan við hinar gevsi- miklu hraunbreiður, senr allar virðast stefna í suðurátt, sáust Vestri Rangá og Þjórsá eins og silfurþræðir eftir víðáttumiklum söndun- um fram til sjávar. Búrfell og Hagafell bar skýrt við himin í norðvestri, og í fjarska sá- um s ið endurskin sólargeislanna Irá efstu tindum Langjökuls og Arnarfellsjökuls (Hofsjökuls) . . . . “ Lngt d Sprengisand. A Sprengisand var lagt frá Haga í Cnúp- verjahreppi, og var Ásmundur bóndi þar fylgdarmaður þeirra. Hafði hann þrjá til reiðar og þeytti þeim svo um öræfi og sanda, að Coles telur jafnvel Mexikanska fylgdar- rnenn mundu hafa orðið forr iða. L.ýsir Coles Ásmundi bónda skemmtilega, en telur hann hafa verið duglegan og hygginn leiðsögu- mann. Hafi hann um þessar mundir verið talinn annar sá rnaður, sem fáanlegur var til að taka að sér fylgd um Sprengisand. Á leiðinni norður gerðu þeir félagar margvíslega fræðilegar rannsóknir og mæl- ingar. M. a. mældu þeir breidd Þjórsár á ýmsum stöðum, athuguðu segulskekkju og segulhalla o. s. frv. Er lýsing Coles’ afar ná- kvæm og ýtarleg og fróðleg á marga vegu. Verður hér þó farið fljótt yfir sögu, unz komið var í Eyvindarkofaver. Hefur Coles gert teikningu af tjaldstæði þeirra með Arn- arfellsjökul í fjarsýn, og er hún prentuð í bókinni eftir tréskurðarmynd. Þegar búið var að tjalda í verinu og hefta hesta og gera hinar daglegu mælingar og rannsóknir, spurði Zoega, hvort þeir vildu ekki líta á kofa Eyvindar. „Og er eg spurði hann, hvar kofans væri að vænta,“ segir Col- es, „benti hann mér á lága torfhleðslu (hrúgu) úti í mýrarflóa skannnt frá og sagCi, að þarna væri kofinn. F.r við höfðum stiklað á þúfum og stokkið yfir keldur og skoðað kofastæðið og lækjarfarveginn fullan af beinaleifum, mest sauðabeinum en einnig lresta, fórum við að spjalla um þetta.“ „Jæja, Zoega! Hver var þá þessi F.yvind- ur?“ „Eyvindur var ágætis maður.“ „En hvað hafðist þá þessi ;ig:eti maður að, fyrst hann var gerður útlægur?" „Hann stal heilmiklu af sauðfé og einnig hestum. Hann gat ekki stillt sig um það!“ „En hvernig stóð á því, að hann gat ekki stillt sig'um það?“ spurði eg. „Æ, það var kerlingarskratti, sem lagði þetta á hann. — En það er víst bezt, að eg segi ykkur alla söguna, og þá mun yður skilj- ast, að Eyvindur var bezti maður, þótt hann gæti ekki stillt sig um að stela kindum. . . . “ Síðan sagði Zoega þeirn söguna á sína vísu, og er þar ýmislegt á aðra lund, en kunnugt er úr þjóðsögum og munnmælum, og verður sú saga eigi endursögð hér, nerna aðeins sögulokin; en þau eru á þessa leið; lauslega þýtt: „Eftir 20 ára útlegð gerðist sá óvænti at- burður á Akureyri, að gömul hjón komu til kaupstaðarins og sögðust vera Eyvindur og kona lians. Kváðust þau nú vera orðin of gömul til að lifa í útlegð og ætluðu nú að breyta til og hætta sauðaþjófnaði. Þeim var vel tekið, enda hafði 20 ára útlegð bætt fvrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.