Nýjar kvöldvökur - 01.07.1949, Blaðsíða 39

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1949, Blaðsíða 39
N. Kv. HANN MYRTI FORELDRA SÍNA 109 rétt frá öllum málavöxtum, sem mér er unnt, og livergi hallað réttu máli ,né vikið hársbreidd frá sannleikanum; um það get eg kallað góðan guð til vitnis. Háttvirtu dómarar! Málið liggur nú skýrt og ljóst fyrir yður. — Dæmið mig nú!“ Hinn ákærði, ungi, spengilegi maður leit frjálsmannlega í kringum sig og út yfir rétt- arsalinn og settist svo stilltur, rólegur og al- varlegur niður. Það varð dauðaþögn um allan salinn, svo að heyra liefði mátt saumnál detta. Dómar- arnir fóru inn í hliðarstúku og réðu þar litla stund ráðum sínum. Var svo eftir örskamma stund tilkynnt fram í salinn, að d(')mi í mál- inu yrði frestað til næsta réttarhalds, þar eð dómendurnir eigi gætu orðið á eitt sáttir. En lesari góður! F.f ]jú hefðir átt að dæma í þessu máli, hvernig hefði sá dómur fallið? E n d i r. Fornritaútgáfur islendingasagnaútgáfunnar. Skyldi nokkur þjóð í víðri veröld eiga meira bókmenntum sínum að þakka en Is- lendingar? Kynslóðirnar, sem sök áttu á því, að Is- land varð handbendi erlendra valdhafa um margar aldir, skildu þó eftir það Iðunnar- epli, er þjóðin lifði á um dimmar aldir, gáfu lienni þrek og þor, og urðu aflgjafi til menningarlegrar, stjórnarfarslegrar og fjár- hagslegrar endurreisnar hennar. Með þessu hafa kynslóðir 12. og 13. aldar afplánað þau afbrot sín, er urðu voru forna lvðveldi að falli. 13. öldin, upplausnaröldin, er þó jafn- framt glæsilegasta bókmenntaöld vor Is- lendinga. Bókmenntir 12. og 13. aldar, gullaldar bókmenntir vorar, eru hinn trausti stofn, sem allar bókmenntir íslend- inga hafa síðan vaxið tit frá. Þær eru jafn- framt Urðarbrunnurinn, er hefur gefið líf Aski Yggdrasils þjóðar vorrar. Þær eru Urð- arbrunnurinn, er hefur gefið máli voru ódauðleikann, varðveitt það og viðhaldið því. Þær eru sá Urðarbrunnur, er hver kyn- slóð íslands þarf að bergja af, og ekki sízt nú þegar sterkari og öflugri straumar en nokkru sinni fyrr liggja til landsins. í hverj- um bókaskáp á íslandi þurfa að vera til handhægar útgáfu fornrita vorra. Til þeirra þurfa allir Islendingar að grípa og lesa við og við til að viðhalda smekk sínum á góðu íslenzku máli, listrænni frásögn og þrótt- miklum hugmyndum. Fornritafélagið, er stofnað var 1930, hef- ur vandað sínar titgáfur mjög og eru þær útgefendum til mikils sóma. En sá er galli á gjöf Njarðar, hvað þá útgáf usnertir, að húri er svo seinfær. Nú á 20 árum hafa körnið út aðeins 10 bindi og npplögin svo h'til að flest bindin eru uppesld fyrir löngu. En hin svokallaða íslendingasagna útgáfa, sem hóf göngu sína árið 1946, hefur verið hraðskreiðari og gefið út fornrit í svo stór- um upplögum, að flest heimili í landinu, munu geta eignast þá útgáfu, ef þau kjósa, og þar að auki eru iitúgáfur þessar ódýrar. Á árunum 1946—1947 gaf útgáfan út allar íslendinga sögur. Um útgáfu íselndinga- sagnanna skrifaði eg í N. Kv. 1947 og ætla eg engu við það að bæta, er þar stóð. En í fyrra gat’ útgáfan út Sturlungu, Biskupa sögur hinar fornu og hina fornu annála, Konungs annál og Lögmanns annál. Var Sturlunga í þrem bindum, biskupasögurnar önnur þrjú og annálarnir eitt bindi. F.r út-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.