Nýjar kvöldvökur - 01.07.1949, Síða 31

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1949, Síða 31
N. Kv. SUMARFERÐIR Á ÍSLANDI 1881 101 brot þeirra, svo að nú voru þau frjáls á ný. Dvöldust þau síðan nyrðra í ró og næði og fullum friði. En s\ o var það einn t'agran síð- sumardag, er sólin skein í lieiði, að Eyvind- ur segir við konu sína: „Fagurt er á fjöllunum núna!“ „Við skulurn þá fara og litast um þar efra,“ segir konan. Síðan lögðu þau af stað upp eftir hlíðinni og inn á heiðarnar bæði saman. Og það var í síðasta sinn, sem Eyvindur og kona hans sáust á lífi. Er þau komu ekki aftur næstu daga, var farið að leita þeirra, og fundust þau bæði dáin inni á heiðum. Héldu þau bæði dauðahaldi í fjallasauð, sem þau höfðu stolið, og lá hann dauður á milli þeirra.“ „Jæja, Zoega,“ sagði eg. „Þetta er þá saga Fjalla-Eyvindar!“ „Já, herra, þannig segir sagan frá nema að hann var fátæklingum ntjög góður; hann gaf þeim oft kindur ,en rændi þá aldrei.“ „Eyvindur virðist þá liafa verið íslenzkur Hrói Höttur, og hefur sennilega — eins og sú virðulega persóna — látið vera að stela frá fátæklingum, þar eð þar var fátt eitt til fanga. Og sennilega hafa aðvaranir fátækra vina lians orðið honum frekar til bjargar en „handahlaup“ hans, sem íslendingar virð- ast almennt leggja svo mikinn trúnað á. En kofarústir lians og beinahrúgurnar bera þess órækan vott, að hér hefur verið búið. Og af- skekktari stað og hagkvæmari til frjálsra fanga hefði Eyvindur tæplega getað fund- ið....“ (Framhald). Guy de Maupassant: Hann myrti foreldra sína. SÉRA R. M. JÓNSSON ÞÝDDI. (Það var glæpur samkvæmt lögunum, en dró ekki almenningsálitiðogréttlætistilfinn- ingin úr þeim glæp eða mildaði hann, er málavextir voru vel athugaðir?) Sakverjandi Iiafði byggt vörn sína á því. að augnabliksvitfirring hlyti að hafa gripið sakborninginn. Hvernig var unnt að gera sér glæpinn skiljanlegan á annan hátt en þann, að hann hlyti að hafa verið drýgður í örvitaæði? Upp úr Signufljóti höfðu verið dregin tvö lík samantengd, af manni og konu. Þau þekktust strax. Það voru rík hjón og vel metin, st ona miðaldra eða vel það, en höfðu þó eigi veriðgift nema rúmt ár. Konan hafði áður verið gift og hafði hún lifað þrjú ár sem ekkja, áður en hún giftist í annað sinn. Enginn vissi til að þau hjón ættu neina óvini eða hatursmenn, og engu hafði verið af þeirn stolið. Það sannaðist við nánari at- hugun, að þau höfðu verið slegin í rot eða til dapða með einhverju járnáhaldi, og síðan hafði þeim vafalaust verið varpað í fljótið. Við nánari rannsókn þessa máls kom ekk- ert það í ljós, er bent gæti á, hver væri morð- inginn. Það var því rétt að því komið, að málið yrði látið niður falla, sem eitt af þeim morðum, er aldrei fást neinar ábyggilegar upplýsingar um, þegar ungur og rösklegur liúsgagnasmiður gaf sig fram, og kvaðst vera

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.