Nýjar kvöldvökur - 01.07.1949, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1949, Blaðsíða 13
M. Kv. BJÖRN JÓNSSON MATHEWS 83 raun til að láta börn sín njóta þar kennslu í tvo vetur, og munu þau hafa haft talsvert gagn af því sem byrjun. Og svo mikið er víst, að ekki urðu börn Jóns verr fær í ensku, en þau, sem fengu síðar fulla skólagöngu. Það Voru ekki iiðin mörg ár frá því að Jón nam land í Siglunesi, þar til heimili lians var veglegasta lieimilið í byggðinni og sam- boðið húsbændunum. En hvað er nú af Birni að segja? Fyrstu ár hans í Siglunesi var hans að iitlu getið, nema að vinnubrögðum í búsins þarfir eins og bræður hans. Þó mun snemma hafa borið á því, að hann var einráður og ekki talhlýðinn. Hann mun snemma liafa fundið til þess að hér þurfti margt að læra. En hér var ekkert hægt að læra, nema að veiða fisk og hirða gripi. Þó sá hann ráð við jtessu. Einhver þurfti að ferðast og sjá sig um, læra að vinna og lifa eins og siðaðir menn .Björn mun varla hafa verið eldri en 20 ára, þegar hann lagði af stað til að „sjá sig um í heiminum", eins og hann komst að orði löngu síðar. Ekki sagðist hann hafa haft mikla peninga með sér, en hann var að heirnan í tvö ár, oft gangandi langar leiðir. „Þegar mig skorti peninga, þá fór eg í vinnu við hvað sem bauðst. Eg lærði þá flest algeng verk og vandist verkstjórn." Björn kom úr þessu ferðalagi eftir tvö ár. Þá var hann bú- inn að ferðast mikið um norðurhluta Banda- ríkjanna og nokkuð um Canada. Eflaust hefur hann ferðast með þeim einlæga ásetn- ingi að læra; að kynnast mannlífinu rneðal siðaðra manna og lifnaðarháttum þeirra; og hann var vel til þess fallinn. Hann hafði skarpar gáfur, gott minni og nægan kjark til að mæta öllum þeim örðugleikum, senr á þessu ferðalagi var við að stríða Hann settist nú að hjá föður sínum og eldri bræðrunum, Jóni og Sigurði, sem þá voru teknir að búa um sig í Birch-island ('Birki-eyju). Þar var landrými nóg, land- kostir góðir og veiðivatn á allar liliðar. Þannig liðu nokkur ár, að eignir og álit þeirra feðga fór vaxandi méð ári hverju. Björn byrjaði ekki á neinu stærra verki fyrstu árin, en bjó sig því betur undir stærri verk. Það fyrsta, sem hann bvrjaði á, var smáverzlun í liúsi föður síns, en hún hagn- aðist illa, enda var hann sjaldan heima um Jrær mundir, því að þá voru þeir bræður að búa um sig í eyjunni. Björn kvongaðist 1898 Guðrúnu Guð- mundsdóttur. Móðir liennar hét Guðrún Gísladóttir. Þær voru frá Arnþórsstöðum í Borgarfjarðarsýslu, en höfðu verið nágrann- ar þeirra feðga um nokkur ár. Kvonfang Björns hygg eg verið hafa eitt hið mesta gæfuspor, sem hann hefur stigið, því að vandfengin mundi honum slík kona. Hún er ein af þeim fáu, sem eg hef engan lieyrt liallmæla. Björn ílutti alfarinn í eyjuna 1899, og reisti þar stórt gripabú með bræðrum sín- um og munu þeir hafa átt það í félagi. Bú þeirra bræðra í eyjunni blómgaðist vel í tvö ár, en þá drukknuðu þeir Jón og Sigurður á sigiingu milli lands og eyjar. Var það sár harrnur, ekki einungis ástvinum þeirra, lieldur öllum sveitarbúum, sem nokkur kynni höfðu haft af þeim. Þeir höfðu erft alla mannkosti og dugnað ættar sinnar og voru hin álitlegustu bændaefni í sveitinni. Björn hélt áfram búi þeirra í eyj- unni, en þó varð nokkur breyting á því. Þess er áður getið, að þeir bræður áttu hálfsystur heima á Islandi, sem María hét. Hafði Jón Metúsalemsson eignast Iiann þeg- ar hann var unglingur að læra trésmíði norður á Akureyri. Hún hafði alizt upp á vegum Jóns og giftist Guðmundi bónda Hávarðssyni í Hnefilsdal á Jökuldal áðúr en Jón fór að heiman. Þeir feðgar liöfðu nú lrétt, að þau hjón væru fátæk og kont því saman um að styrkja þau nokkuð af eignum þeirra bræðra, er látnir voru. Þeir sendu þeirn því peningagjöf. — Ekki veit eg með vissu, livað stóra; en heima var fullyrt, að það hefði verið 1000,00. En hvort það n*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.