Nýjar kvöldvökur - 01.07.1949, Blaðsíða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1949, Blaðsíða 22
92 KRISTIN OG GOSI N. Kv. var allt fólk við heyskap á engjum frá bæ þeim, þar sem ljósmóðir hreppsins bjó. Yar hún sjálf þar með í hópnum, og var hamast við heyliirðinguna. Stundu eftir nón sér fólkið mann koma ríðandi eltir veginum, og fer hann sér hægt og rólega. Er hann sér fólkið á enginu, ríður hann þangað, stígur af baki og heilsar öll- um. Sezt hann síðan niður á mjúka mosa- þúfu og tekur að spjalla við fólkið. — Þetta var Gosi. Er hann hafði setið þarna á þúfunni allt að tveim klukkustundum og látið móðan mása um alla skapaða hluti milli himins og jarðar, spyr ljósmóðirin hann að lokum um erindi hans. Er þá sem Gosi vakni til með- vitundar um, að nú muni hann hafa orðið sér til skammar. Reis hann nú upp af þúf- unni og stamar: „Ja, eg — eg ætlaði nú reyndar ekki lengra en hingað. — Eg átti að sækja þig, því að hún Kristín mín var eitthvað lasin.“ „Það mun þó ekki vera von á barni hjá henni?“ spyr ljósmóðirin. „Jú, — eg — eg býst við því,“ svaraði Gosi. Ljósmóðirin var miðaldra kona, dugnað- arforkur, skapmikil og skyldurækin. Við s\ ar Gosa bregður hún snöggt við, lekur hest Gosa og stígur á bak. En samtímis eys hún yfir hann nokkrum velvöldum skömmum, sem síðan hefðu átt að verða honum minnis- stæðar. Ríður hún fyrst lieim til að sækja áhaldatösku sína, er hún hafði ætíð albúna með öllu því, er hún þurfti á að halda við barnsfæðingar. Vissi hún það af gamalli reynslu, að hún mátti eigi eyða miklurn tíma til heimanbúnaðar. Síðan reið hún áleiðis til heimilis Gosa, og mátti hesturinn taka á því bezta, sem hann átti til að því sinni. Þegar ljósmóðirin kom til Kristínar, var barnið þegar fætt, og hafði görnul kona þar á heimilinu hjálpað til við fæðinguna. Vorið eftir flutti eg alfarinn burt úr þorp- inu, og liðu st o sextán ár, að eg hafði engar fréttir af þeim Kristínu og Gosa. En oft eru atvikin fúrðu einkennileg. I aprílmánuði var eg á heimleið með skipi frá útlöndum. Var komið við í þessu þorpi og átti að skipa þar upp nokkrum slatta af vörum. Ætlaði eg því að nota mér tækifærið og skreppa í land til áð heilsa upp á gamla kunningja. Þegar skipið var lagst á höfnina, kom meðal annana maðtir úr landi. Vék hann kunnuglega að mér og heilsaði mér, og þekkti eg þar, að þar var kominn Jónas Jónsson, fóstursonur hjóna þeirra, sem eg leigði hjá forðum. Var hann þá á fermingar- aldri, en var nú orðinn kaupmaður þarna í þorpinu. Segist hann þurfa að hafa tal af skipstjóra og biður mig að bíða á meðan og koma svo með sér í land. Er Jónas kemur aftur frá skipstjóra, víkur liann mér á eintal. Segir hann mér, að Kristín, sem við þekktum svo vel báðir áður lyrr, sé nú berklaveik. Hafi hún verið flutt hingað fyrir þremur vikum sem dauðvona sjúklingur. Segi læknirinn, að hún verði taf- arlaust að komast suður á Vífilsstaðahæli. En nú neiti skipstjóri að taka hana með skipinu. Beri hann því við, að farþegar séu þegar svo margir, að nokkrir Jteirra verði að liggja í lestinni, og sé því ekki nökkur leið til að taka sjúkling með smitandi berkla, þar sem hann þurfa að vera einangraður frá öðrum farþegum. Biður Jónas mig nú að tala við skipstjóra og reyna að fá hann til að taka sjúklinginn. Segir hann, að með henni eigi að fara karl- rnaður til að hjúkra henni og þjóna á leið- inni. Þurfi því að fá lausan tveggja manna klefa handa þeim. Eg lofa, að eg skuli gera, hvað eg geti í Jtessu og fór síðan á fund skipstjóra. — Sennilega hefði mér orðið lítið ágengt, hefði eg ekki haft góð „tromp“ á hendi. Þannig stóð á, að er skipið fór frá Kaup- mannahöfn, var eg eini farþeginn á öð'ru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.