Nýjar kvöldvökur - 01.07.1949, Blaðsíða 43

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1949, Blaðsíða 43
N.-KV. BÆKUR 113 hann. Nonna-bækurnar lians eru og hafa verið yndi og eftirlæti barna og unglinga í fjöldamörgum löndum, og hér á landi eru þær nú allar löngu uppseldar og lesnar til agna. Nú liefur Ísafoldarprentsmiðja hafið nýja útgáfu á bókum Jóns Sveinssonar. Koma þar fyrst út 6 bindi, er áður hafa prentuð verið á fslenzku, en síðar a. m. k. 4 önnur og ef til vill fleira. Samverkamaður Freysteins Gunn- arssonar er Haraldur Hannesson og mun hann þýða 2 af viðbótarbindunum, en Frey- steinn hin. Þetta fyrsta bindi flytur smásagnasafnið ,,Á Skipalóni“, er dregur heiti af fyrstu sög- unni. Er óþarfi að ræða um það sérstaklega, svo alkunnar sem bækur Jóns Sveinssonar eru, en minna má þó á, að þótt þær séu eink- um ritaðar fyrir börn og unglinga, eru þær engu að síður Iiinn hugðnæmasti lestur öll- um fullorðnum. Útgáfa þessi er snotur og prýdd teikningum eftir Halldór Pétursson. Tvær litmyndir eru í bókinni, ágæt mynd af Skipalóni, en al' Möðruvöllum miklu lak- ari. Þar átti ekki að taka nútímamynd, held- ur af staðnum í tíð amtmannssetursins. En þetta eru smámunir. Kolbeinn Högnason: Kröjs. — Reykjavík 1948. Isafoldarprent- smiðja. Þetta er finnnta kvæðabók Kolbeins Högnásonar, og kom lnin út skömmu fyrir andlát höf. í henni eru bæði löng kvæði og stökur, þar á rneðal nokkrir samkveðlingar, sumir í hálfkæringi. Varla er þess að r ænta, að nýjar hliðar komi þar fram á skáldskap Rolbeins. Hann yrkir sem fyrr náttúrulýs- ingar, ádeilur, söguleg kvæði og lausavísur. Kveðandi er góð og þróttmikið orðaval. Mun mörgum þeim, er ann kveðskap í hin- um gamla stíl, þykja fengur í kvæðum Kol- beins, enda skipar ltann virðulegan sess með- al alþýðuskálda vorra. Stejdn Jónsson: Björt eru bernskn- drin. Reykjavík 1949. ísafoldar- prentsmiðja. Stefán Jónsson er einn mikilvirkasti barnabókahöfundur íslenzkur, og einnig með þeim velvirkustu. Sögur lians liafa að verðleikum hlotið vinsældir barna og ungl- inga. Er það hvort tveggja, að hann kann fr;i mörgu að segja, sem vekur áhuga ungling- anna, og einnig að hann skilur hugsanaferil þeirra og veit nákvæmlega, hvað það er, sem þau fýsir að heyra um. í sögum hans kenntr og margt fram, sem hlýtur að vekja umhugs- un unglinga og víkka sjóndeiidarhring þeirra. Björt eru bernskuárin eru 8 smásög- ur liver með sínurn hætti, og segja frá börn- um, æfintýrum þeirra, höppum og óhöpp- um bæði í sveit og kaupstöðum. Verða þær áreiðanlega jafnvinsælar og eldri bækur höfundar. Bókin er prýdd mvndum eftir Halldór Pétursson. Frá rnörgu er að segja. Reykjavík 1948. ísafoldarprentsmiðja. Þetta er nýstárleg bók að því leyti, að hún er algerlega samin af börnum 11—13 ára að aldri, eru það bæði frásagnir og teikningar. Hafa kennararnir, Árni Þórðarson o<i Unn- ur Briem, valið efnið úr úrlausnum barna í Miðbæjarskólanum í Reykjavík. Gaman er að lesa, hvað börnin hafa að segja. Mjög mörg segja frá atvikum úr sumardvöl í sveit. Önnur liafa ferðast til útlanda og kunna frá ýmsu að segja þaðan, sum segja i'rá félags- skap, er þau starfa í, eða lýsa Reykjavík, eða jafnvel semja smásögur. Vitanlega er stíllinn mismunandi, en samt sýna frásagnirnar all- ar, að börnin bæði kunna að taka eltir og skýra frá því, sem þau hugsa, sjá og hevra. Teikningarnar ertt engu síður fjölbreyttar og skemmtilegar. O O 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.