Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Blaðsíða 33

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Blaðsíða 33
N. Kv. ÞRIR HERMENN 23 við mér. Það var eins og blíðuatlot. „Þú ert góður drengur," hvíslaði hann iiásum rómi, „en í stríði ertu ónýtur.“ And- 'lit hans var tekið í ógurlegum kvölum. Hinir piltarnir komu nú að og vildu þegar flytja hann til aðalherstöðvanna. Því að þar var sjúkraliðssveit. En liðsforinginn gat hvíslað, að liér yrðum við að halda vörð ákvæðistímann á enda. Frá stöðu minni við steininn gat eg séð andlit hans, sem nú var orðið náfölt. Hann gat rétt aðeins vikið við höfði lítið eitt og gefið mér merki um að hafa gát á veginum. Þegar eg leit á liann aftur, hafði liöfuð hans sigið niður út á aðra hliðina. Við lágum þarna eilífðartíma, en ekkert frekar skeði. Að stundinni liðinni var hann dáinn. Við bárum hann á byssum okkar gegnum skóginn. Eg var aldrei framar sendur í bardaga. Eg var þar einskis nýtur. í næstu viku á eftir var Suður-Noregur gefinn upp. Eg var þá nálægt landamærum Svíþjóðar, er herdeild okkar varð svipt vopnum, og komst ég yfir landamærin ásamt nokkrum öðrum piltum. — Síðan hef eg á hverjum degi boðið mig fram til ein- hverrar þjónustu í norsku skrifstofunni hérna. Það hlýtur þó að vera eitthvað, sem eg gæti gert! Eg hef enn ekki gert aðvart heima, að eg sé á lífi. Eg er algerlega friðar- vana, en eg verð að finna einhver ráð til að afmá þennan blett af mér og sýna og sanna, að ég sé til einhvers nýtur.“ Að sögu hans lokinni varð þögn um liríð. „Þú þarft ekkert að skammast þín,“ mælti eg að lokum. „Þú ert eins og allir hinir landsmenn vorir. Við erum ekki hneigðir til manndrápa. Við erum siðmönnuð þjóð.“ Hann hristi höfuðið og horfði vonleysis- lega á mig gegnum þykku gleraugun sín. „Það er alveg sama, livað þið nefnið það. Við glötuðum landi voru sökum þess, að þar voru of margir mínir líkar. Það, sem við þörfnuðumst mest, voru menn eins og liðsforinginn okkar, en ekki bókabéusar með gleraugu. „Þitt tækifæri kemur á sínum tíma, um það geturðu verið alveg viss,“ greip hái stúdentinn fram í. „Við komum allir aftur og tökum þátt í því. Eg var líka með frá upphafi til loka. Við skutum látlaust, en urðum samt að hörfa undan. Það skorti vissulega ekki á vígfýsi og baráttuvilja, að því sem mér er bezt kunnugt. Eg fann aldrei neitt til þess, að óvinirnir væru neinn sér- stakur persónuleiki. Við skutum aðeins eins lengi og við gátum á grænu einkennisbún- ingana.“ „Þetta varð ekki persónulegt, fyrr en öllu var lokið. Eg man ekki einstök atriði úr bardögum þessum, en eg mun aldrei gleyma einum atburði, sem fyrir mig kom að stríð- inu loknu. Samgöngur vorar höfðu verið rofnar. Við vorum skotfæralausir allan dag- inn. Um kvöldið var okkur tilkynnt, að við yrðum að gefast upp í dögun morguninn eftir. Eg náði mér í óbreytt föt og komst gegnum herlínur Þjóðverja. Eg vildi einnig komast yfir til Svíþjóðar, Eg mátti ekki til þess hugsa að gefast upp, og sennilega einna helzt sökunt þess, að það var alveg óbæri- leg hugsun að standa sigraður frammi fyrir dramblátum Þjóðverjum. Nóttina áður en eg fór yfir landamærin, gekk eg aleinn gegnum dimman og þéttan skóg. Tunglskin var, og kyrrt í skóginum, aðeins ofurlítil hreyfing í trjátoppunum. Allt í einu fann eg einkennilegan þef. Minnti hann mig einna mest á steikaralykt- ina á stúdenta-matstofunni. Eg var vanur að sitja í horninu á stóru lesstofunnni. Þið munið víst, að nú eru þar komnar dyr inn að háskóla-eldhúsinu." „Þá sá eg næst bjarrna af eldi á milli trjánna. Brátt kom eg í rjóður í skóginum, og þar á opnu svæði stóð ofurlítið býli í ljósum loga. Eg sá þar enga lifandi mann- veru, en þefurinn af brenndu kjöti var afar megn. Eg klifraði yfir girðinguna og nálg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.