Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Blaðsíða 42

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Blaðsíða 42
32 BÆKUR N. Kv. forna þjóðtrú, að liggja á krossgötum á þrettándanótt, bísna lík hjá báðum þjóðun- um. Færeyingar hafa ekki síður átt galdra- menn en íslendingar, bæði góða og vonda. Ekki hafa prestarnir síður verið ágjarnir í Færeyjum en á íslandi samkvæmt þjóðsög- unum, en það virðist sem Færeyingar hafi virt þá minna en íslendingar. Miklu meira hefur verið þar um rán erlendra sjóræn- ingja en hér, enda hefur verið styttra fyrir þá að sækja til Færeyja en íslands. Þessar Færeysku þjóðsögur eru bæði skemmtilegar og fróðlegar að lesa, enda hef- ur frásagnarlist Jónasar Rafnars ekki spillt þeim. Kort af Færeyjum fylgir sögunum. En gott hefði verið að á því hefðu verið fleiri sögustaðanöfn. Vonandi selst þetta hefti svo vel, að út- gefendur sjái sér fært að gefa út annað álíka stórt hefti af þjóðsögum Færeyinga. En þá væri nauðsynlegt að registur fylgdi því hefti, þar sem sögurnar í báðum heftunum væru flokkaðar eftir efni. Ennfremur að því fylgdi hluta- og hugmyndaskrá og nafnaskrá. Þ. M. J. Gestur Pálsson: SÖGUR OG KVÆÐI. H.f. Leiftur. Rvík 1949. Þegar Gestur Pálsson var þrítugur að aldri, þá gaf hann út ritið Verðandi (1882) ásamt þeim Bertel Ó. Þorvaldssyni, Einari Hjörleifssyni og Hannesi Hafstein. Þar birtst fyrsta skáldsaga Gests, Kærleiksheim- ilið. Einar H. Kvaran segir í æfisögu Gests, er hann skrifaði framan við Ritsafn Gests, er kom út í Reykjavík 1927: „Kærleiks- heimilinu" var tekið afburðavel, bæði með íslendingum í Kaupmannahöfn, og eins heima á íslandi." Gestur lifði aðeins í 9 ár eftir að „Kær- leiksheimilið“ kom á prenti. Á þeim árum ritaði hann nokkrar sögur, en enga stóra. Árið 1888 komu út Þrjár sögur eftir hann: Grímur kaupmaður deyr, Tilhugalíf og Vordraumur. Með sögum þessum hafði hann skipað sér fremsta sess allra þeirra, er þá höfðu skrifað skáldsögur á íslenzku. Árið 1902 kom svo út í Reykjavík Skáld- rit — sem til eru eftir Gest Pálsson. Sá Jón Ólafsson ritstjóri um þá útgáfu. Sama ár var hafin útgáfa á ritum hans í Winnipeg, en út kom aðeins fyrsta heftið. Um þá út gáfu sáu þeir Arnór Árnason og Sigurður Júl. Jóhannesson, og loks kom út Ritsafn 1927, er eg hefi nefnt. Voru í því sögur, kvæði, fyrirlestrar og blaðagreinar. Seldist það upp á mjög stuttum tíma. Var því orðin mikil nauðsyn, að ný útgáfa kæmi af ritverkum Gests. Þessi útgáfa Leifturs er smekkleg en látlaus. Rit Gests Pálssonar munu jafnan verða mikið lesin, og Gestur talinn að verðugu mjög framarlega í okkar tiltölulega stóra skáldskap. Þ. M. J. Jónas Hallgrímsson: LJÓÐMÆLI OG SÖGUR. H.f. Leiftur. Rvík 1949. Ekkert íslenzkt skáld hefur orðið ást- sælla hjá þjóðinni en Jónas Hallgrímsson. Rit hans eru einlægt keypt og lesin, kvæði hans lærð og sungin. Þessi útgáfa Leifturs er íburðarlaus en smekkleg. Pappír og eyð- um er stillt í hóf og brotið þægilegt. Von- andi er tízkan með þykka pappírinn, stóra bókabrotið og stóru eyðurnar að víkja úr sessi, og önnur heilbrigðari og hófsamari tízka að að ryðja sér til rúms. Þ. M. J. MENN OG MINJAR. íslenzkur fróðleikur og skemmtun. V. Níels skáldi. VI. Einar Andrésson í Bólu. — Finnur Sigmundsson bjó undir prentun. H.f. Leiftur. Rvík 1948 og 1949. Áður hefur verið getið um fjögur fyrstu hefti ritsafns þessa í N. Kv. Fimmta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.