Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Blaðsíða 38

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Blaðsíða 38
28 EDDU-ÚTGÁFUR ÍSLENDINGASAGNAÚTGÁFUNNAR N. Kv. íslendingasagnaútgáfan hefur nú gefið út báðar Eddurnar, en Guðni Jónsson mag. og skólastjóri hefur búið þær til prentun- ar. Er Sæmundar-Edda í tveim bindum, en Snorra-Edda eitt bindi og svo fylgir þeim fjórða bindið, Eddulyklar. Auk þeirra kvæða, sem venjulega hafa verið prentuð í fyrri útgáfum Sæmundar-Eddu, þá eru þarna prentuð: Hjálmarskviða, Hervarar- kviða, Hlöðskviða, Hálfrekksljóð, Heið- reksgátur og Eddubrot. Þessi útgáfa er öll bin smekklegasta, en það, sem gefur henni þó mest gildi, eru Eddulyklarnir. Hefjast þeir á ritgerð, 64 bls. stórri, eftir Guðna Jónsson. Rekur hann þar efni kvæðanna í Sæmundar-Eddu, segir frá skoðunum fræði- manna á aldri þeirra og í hvaða löndum þau muni hafa verið ort. Er ritgerð þessi bæði skemmtileg og fróðleg. Þá kemur orða- safn, vísnaskýringar og nafnaskrá. Og er frá þessu öllu prýðilega gengið, og orðasafnið og vísnaskýringarnar nauðsynlegt alþýðu manna, til þess að skilja kvæðin að fullu. I formála fyrir fyrsta bindinu segir Guðni Jónsson: „Þessi útgáfa hefur því hlutverki að gegna að færa Eddukvæðin nær þjóð- inni, sem hefur varðveitt þau ,með því að leiða þau fram fyrir hana í tildurslausum og einföldum búningi, sem hæfir þó aldri þeirra og skáldlegri tign.“ Er þess að vænta að fleiri lesi Eddurnar, þessa gimsteina íslenzkra bókmennta, hér eftir en hingað til, vegna þessarar hand- hægu og prýðilegu útgáfu. Bækur. Bólu-Hjálmar: RITSAFN. I.-V. bindi. — Rvík 1949. Útg. ísafold- arprentsmiðja. Rétt fyrir síðustu jól sendi ísafoldarprent- smiðja frá sér Ritsafn Bólu-Hjálmars í 5 bindum. Hefur Finnur Sigmundsson lands- bókavörður annast útgáfuna. í fyrstu þremur bindunum eru ljóðmæli Hjálmars, rímur í tveimur þeim næstu en sagnþættir og nokkur bréf í því síðasta. Enn mun þó ókomið lokabindi með ævisögu skáldsins. í útgáfu þessa hefur verið safnað öllu því, er til hefur náðst af ritum Hjálmars, og er það í fyrsta sinn, sem það hefur verið prentað þannig áður. Ljóðmælasafnið er verulega aukið frá fyrri útgáfu, og eru ýms merk kvæði prentuð nú í fyrsta sinni. Rím- ur Hjálmars hafa að vísu verið prentaðar áður, en hafa nú um langt skeið verið mjög torfengnar. Rímunum fylgir allstórt orða- safn yfir kenningar og torskilin orð, og er að því hin mesta bókarbót. Margt af sagna- þáttunum hefur að vísu verið prentað fyrr, en allt á víð og dreif, og er því góður feng- in'að þeim hér á einum stað. Ekki verður annað séð en að vandað sé til útgáfunnar í hvívetna, og ytri frágangur snyrtilegur en íburðarlaus með öllu, enda er verði stillt í hóf. Eg efast ekki um, að útgáfa þessi af öllum ritum Bólu-Hjálmarsverði kærkomin alþjóð manna. Engum, sem lesið hefur kvæði hans, blandast hugur um, að hann hefur verið stórbfotið skáld, þótt kröpp kjör og mennta- skorturinn yllu því, að hann ekki fékk notið sín. Eru kvæði hans glæsilegur vitnisburður um þann menningarþrótt, er hélzt með ís- lenzkri alþýðu, þótt að þjóðinni syrfi í hvívetna. Smekkur þjóðarinnar hefur breyzt að vísu, en fjölmargar vísur og kvæði Hjáhnars munu þó lifa meðan nokkur fer með kveðskap á íslenzkri tungu. Útgáfa þessi hin nýja mun auka skilning manna á skáldinu, og hún er þarfa gripur fræði-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.