Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Síða 36

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Síða 36
26 ÞRÍR HERMENN N. Kv. Hann sagði, að við gætum ekki barist lengur að sinni, en að stríðinu væri þar með ekki lokið. Við myndum verða að leggja til orustu á ný. Hann sárbað okkur og innilega 'að vera trygga og viðbúna, er sá dagur kæmi. Hann þagnaði sem allra snöggvast, og sársaukadráttum brá fyrir á karlmann- legu andliti hans. Eg man, að hann sagði að lokum: „Hafið hugfast, að þann dag mun eg vera hjá ykkur, hvort sem eg þá verð lífs eða liðinn “ Eg þoldi ekki að horfa á hann lengur, þvi að þá hefði eg farið að hágráta. Eg reyndi að beina huganum að einhverju öðru. Eg stóð í útjaðri vallarins og næst girðingunni niður að þjóðbrautinni. Hin- um megin við veginn stóð ung stúlka. Hún átti heima á bæ einum skammt frá her- búðunum okkar. Á liverjum morgni hafði hún komið með hjólbörur fullar af mjólk- urbrúsum. Eg hafði hjálpað henni nokkr- um sinnum, en eg hafði aldrei talað við hana og vissi ekki einu sinni nafn hennar. Eg hafði oft hugsað til hennar og kallað hana Sólveigu í huga mér. Nú sá hún, að eg horfði á liana. Hún grét upphátt og reyndi ekkert að dylja það. En það var ein- kennilega hlýr bjarmi á andliti hennar, og hún brosti, og var sem hún vildi eiga sam- eiginlega með mér trú sína og traust. Mér varð litið til foringjanna, sem stóðu tein- réttir að baki generalsins, og eg leit einnig yfir raðir piltanna. Öll andlitin ljómuðu. Og Jrá varð mér skyndilega ljóst, að við myndum einhvern veginn ráða frarn úr öllu Jressu. Fólkið sjálft, menn og konur, var það, sem alt valt á. Tækin, sem við gætum íengið. Lífið varð allt í einu svo einfalt og brátt áfram. Við myndum gera, eins og yfir- hershöfðinginn sagði: vera trygg og trú og viðbúin. Við myndum ekki aðeins bíða, heldur frelsa okkur sjálf! Börnin okkar ættu ekki að þurfa að gera það. Eg ætlaði að flýja úr landi og læra eitthvað, svo að eg gæti verið viðbúinn, er sá dagur kæmi. Eftir á myndi eg svo hverfa einmitt hingað aftur. Eg vissi hér af skjólgóðum bletti í skógin- um í dalnum, þar sem vel lá við ruðningi og ræktun. Þar ætlaði eg svo að stofna heim- ili með Sólveigu. Og þar myndu síðan börn okkar búa framvegis." Hann brosti. „Jæja, piltar, þið vitið, hvað mann getur dreymt barnalega, þegar hjarta ykkar er svo fullt, að það veldur sársauka. En hvað um það. Mér tókst að komast undan á fjöll upp, áður en Þjóðverjar komu skálmandi. Eg bar með mér byssuna mína, unz eg varð að skila henni í hendur sænska landamæra- varðarins. Eg sagði honum, að hann yrði að hirða hana vel og smyrja, svo að hún væri óryðguð og í fullu lagi, Jregar eg kæmi eftir lienni. Hann hló og sagði, að vel gæti svo farið, að við berðumst Jrá báðir samlrliða þann daginn. Mér var um liríð haldið í einangrunar- herbúðum í Norður-Svíþjóð, en fyrir nokkrum dögum var mér leyft að fara hing- að til Stokkhólms. Eg sagðist eiga þar nokk- urs konar frænku. Nti er mér sagt, að ríkis- stjórn okkar sé að stofna til flugskóla í Kanada. Átti eg í dag tal við nokkra liðs- foringja, og hétu þeir mér því að senda mig Jrangað, undir eins og undirbúningur máls Jressa þokast dálítið lengra áleiðis. Ósigur er að öllu athuguðu ekki eins bit- ur, og við mætti búast, ef maður gleypir hann aðeins ekki. Og við höfum vissulega ekki lokið þessu enn né gert upp reikning- ana.“ Við sátum stundarkorn þegjandi og reykt- um. Við vorum orðnir svo þreyttir, að við sátum um hríð, áður en við skildum. Glampinn frá Ijósmerkjunum fyrir utan gluggann kom og hvarf á víxl með jöfnu millibili og varpaði birtu á þessi ungu and- lit. Nú var komið undir morgun. Við sögð- umst mundu hittast á ný í Noregi, en þá myndum við vera orðnir aðrir menn. Breyt-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.