Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Síða 14

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Síða 14
4 SVAVA JÓNSDÓTTIR LEIKKONA N. Kv. hún af fjöldamörgum leikhúsgestum verið dáð, sem ein af fremstu lcikkonum íslands. Til þess að geta leyst af hendi margvísleg hlutverk á leiksviði, þarf miklar gáfur, glöggan og djúpan skilning, þjálfaðar ltreyf- ingar, þjálfað skaplyndi og þó fyrst og fremst ást á listgrein sinni. Leiklistin er göfug list. Hún er sterkur þáttur í menningu allra mikilla menningar- þjóða. Þetta bæjarfélag hefur verið svo heppið að verða heimkynni ekki svo fárra bók- mennta og listamanna, er margra mun lengi minnzt verða. Frú Svava er framar- lega í flokki þessara listamanna. Lista- manna, er hafa ræktað hér akur fagurra lista og auðgað þar með stórum þetta bæjar- félag. Frú Svövu mun líka lengi verða minnzt hér. Nafn liennar og starfssaga mun geymast í listsögu Islands og í sögu Akur- eyrarbæjar. Þar mun nafn hennar og minn- ing verða óafmáanlegt. Því hyllum vér hana Svava Jónsdóttir sem förukona á „Oskastundin“. Svava Jónsdóttir. „Skrúðsbóndinn". í kvökl á 50 ára leikafmæli hennar. Þvx þökkum vér henni í kvöld fyrir allar þær yndisstundir, er hún hefur veitt oss og öðr- um bæjarbúum í áratugi í leikhúsi bæjar- ins. Vér árnum henni allra heilla og von- um, að hún megi enn lengi lifa og túlka á leiksviði mannlegar þrár og vonir, yfirsjón- ir og sorgir. Frú Svava Jónsdóttir! Þökk allra Akur- eyriirga og alh'a listunnandi íslendinga! FRAMHALDSSAGA. Mai'gir lesendur N. kv. minnast oft lxinna góðu og skemmtilegu sagna, senr komið Irafi í N. kv. á þeim tíma, er séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili var ritstjóri þeirra. í næsta lrefti N. kv. byrjar framhaldssaga, er séra Jónas lrafði ætlað sér að þýða í N. kv., en entist ekki aldur til. Saga þessi er eftir Carit Etlar og Ireitir á dönsku „Göirgeh övdingen".

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.