Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Blaðsíða 39
N. Kv.
BÆKUR
29
mönnum, sem stund leggja á íslenzkt mál
og menningu. Eiga útgefendur þakkir
skildar fyrir að hafa svo myndarlega á loft
haldið menningu hins stórbrotna skálds.
Steind. Steindórsson.
SAGA ÍSLENDINGA. VII. bd.
Rvík 1950.
Áfram sígur það hægt og hægt hið mikla
verk um sögu Islendinga, er Menningar-
sjóður kostar. Nú fyrir skemmstu er fjórða
bindið komið á markaðinn og er því ætlað
að vera hið 7. í röðinni. Bindi þetta fjall-
ar um tímabilið 1770—1830, en höfundur
er Þorkell Jóhannesson prófessor.
Tímabil þetta er á marga lund hið merki-
legasta og merkilegt til fróðleiks. Svo má
telja, að naumast hafi þjóðarhagir verið
verr á vegi staddir nokkru sinni í allri sögu
landsins, en jafnframt tekur þá að rofa til
um viðreisn landsins. Stjórnarvöldin er tek-
ið að óra fyrir því, að eitthvað verði að gera
landinu til viðreisnar, og þótt margar til-
raunir þeirra reyndust fálmkenndar, var
þó á einu sviði unnið verulegt átak, er
rýmkað var um verzlunarhöftin. Á þessu
tímabili dundu yfir hörmungar Móður-
harðindanna, og sýnir raunar fátt betur
seiglu og viðnámsþrótt þjóðarinnar, en að
þau ásamt drepsótt skyldu ekki ríða henni
að fullu.
En jafnframt því sem rofar til í stjórnar-
fari, hefst einnig viðreisn í menntalífi
þjóðarinnar. Magnús Stephensen rekur hið
ötula fræðslustarf sitt, Bókmenntafélagið er
stofnað, og ný skáld koma fram, svo að eitt-
hvað sé nefnt. En jafnframt gerist hið
merkilega ævintýri Jörundar hundadaga-
konungs, sem liér er sýnt í nýju ljósi.
Þorkell prófessor segir vel frá og skemmti-
lega. Tekst honum furðu vel að segja mikla
sögu og merkilega í takmörkuðu rúmi. En
þó hygg ég, að mörgum fari sem mér, að
þeim þyki bókin of stutt. Hún vekur ótal
spurningar í huga þeirra, einkum um hið
innra líf þjóðarinnar, daglegt líf og annað
er það snerti, og marga mundi einnig fýsa
að kynnast nánar ýmsum þeim ágætismönn-
um ,sem frá er sagt.
Allmargar myndir pýða bókina. Saga ís-
lendinga er ritverk, sem enginn íslendingur
getur látið hjá líða að lesa og eiga. Hún er
lykillinn að skilningi vorum á þjóð vorri,
lífi hennar og viðhorfum. Og hún er oss
nútímamönnum í senn viðvörun og hvatn-
ing í starfi voru.
Þetta síðasta bindi er urn margt hið
skemmtilegasta, sem enn er út komið, og
það hlýtur að vekja þá ósk, að höfundi
þess megi auðnast að skrifa sem mest af
þeim hluta sögunnar, sem enn er óskráður.
Steind. Steindórsson.
Þorsteinn Erlingsson: EIÐUR-
INN. - Rvík 1949.
Útgefandi ísafoldarprentsmiðja.
Fyrir síðustu jól sendi ísafold 4. útgáfu
Eiðsins á markaðinn, í fallegri og smekk-
legri útgáfu, er hæfir hinum fögru og vin-
sælu ljóðum. Eiðinn þarf ekki að kynna
þjóðinni. Allir, sem ljóðum unna, vita að
þar eru mörg hin ljúfustu ástaljóð, sem til
eru á íslenzka tungu. Og ánægjulegt er að
handleika hina nýju og fögru útgáfu, og
gott til þess að vita, að ljóð þessi skuli enn
á ný vera á bókamarkaðinum.
Steind. Steindórsson.
Skúli V. Guðjónsson: MANN-
ELDI OG HEILSUFAR I
FORNÖLD. — Rvík. Útg. ísa-
foldarprentsmiðja.
Þegar vér lesum venjuleg sagnfræðirit, fer
oftast svo, að vér söknum þar margra þátta,
sem oss annars fýsti að vita. Þótt sagan
fræði oss um stjórnmálaflækjur, deilu-
mál höfðingja, almennan þjóðarhag og