Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Blaðsíða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Blaðsíða 15
N. Kv. Endurminningar Kristjáns S. Sigurðssonar. Ágrip af sjálfsævisögu 1. Æskuárin. Eg er fæddur á Kálfborgará í Bárðardal 19. desember 1875. Foreldrar mínir voru Sigurður Jónsson Jósafatssonar frá Máskoti og Sigríður Guðný Halldórsdóttir Gama- líelssonar frá Haganesi við Mývatn. Móðir föður míns var Herborg Jónsdótt- ir. Systir Herborgar var Þuríður, móðir séra Árna Jónssonar á Skútustöðum, Sigurðar á Yztafelli, Helga á Grænavatni og Hjálmars á Ljótsstöðum. Voru þeir því systrasynir, faðir minn og þessir bræður. Bræður föður míns voru þeir Helgi á Hallbjarnarstöðum, Jón á Kraunastöðum og Friðrik í Skógarseli. Og systur hans voru Sigríður í Brenniási og Þuríður á Vaði. Móðir mín átti þrjá bræður, sem allir fóru til Ameríku, þegar ég var á barnsaldri. Voru það Jónar tveir og Tómas. Tvær syst- ur liennar fóru einnig til Ameríku, Hall- dóra og Kristín. En þriðja systirin, Helga, bjó með Friðjóni á Sandi og átti með hon- um sex börn. Móðir móður minnar hét Arnfríður Tómasdóttir frá Stafni. Kann ég lítið að rekja ætt hennar; en hún mun hafa verið tvímenningur við Jón Sigurðsson á Gaut- löndum. Jón, föðurfaðir minn, bjó á Kálf- borgará síðustu búskaparár sín. Var hann talinn mektarbóndi, og fóru margar sögur af myndarskap hans og gestrisni. Ein sag- an um gestrisni hans er sú, sem hér skal greina: Áður en Jón flutti að Kálfborgará, hafði Jrar búið bóndi nokkur, sem fáum gerði gott og var Jrví í fremur litlu áliti. Breitt undirlendi er frá bænum og niður að Skjálf- andafljóti, og lágu götur bæði meðfram Fljótinu og um hlaðið á Kálfborgará. Höfðu ferðamenn jafnan farið meðfram Fljótinu og sneitt hjá bænum. Var þetta orðið að fastri venju sökum þess, að gest- risni áttu menn ekki að mæta á bænum. Þetta Jrótti Jóni leiðinlegt. Kunni hann því illa, að menn sneiddu hjá bæ hans. Tek- ur hann Jrví ráð Jnað, er hann sér til manna- ferða, að hann gengur í veg fyrir þá með mjólkurfötu og gefur þeim að drekka. En eftir það varð sú breyting á, að efri leiðin var farin, og urðu þá víst flestir að standa við þar og þiggja góðgerðir. Það mun liafa skollið hurð nærri hælum um það, að fæðing mín kostaði föður minn lífið. Ljósmóðirin í dalnum hét Kristín og bjó á Sandhaugum, sem er bær vestan meg- in Fljótsins, og nokkru sunnar en Kálf- borgará. Skjálfandafljót er illt yfirferðar, bæði vetur og sumar. Þá var hvergi brú á því. Á sumrum var hægt að ríða það á ein- staka vöðum, en ófært annars staðar sökum straums og stórgrýtis. Á vetrum var það verra viðureignar. Vegna straumþunga lagði það seint, og þurfti til þess hörkufrost eða stórhríðar. Þegar það lagði í stórhríð- um, var það lengi mjög varasamt. Berst þá í það snjór, sem flýtur með straumnum, unz komin er þykk krapastorka sem festist loks á steinum og stöðvast. Hnoðast síðar meir og meir á þetta, oftast fyrst við báða bakka, og einkum Jrar, sem eru lygnari blettir. Mestur straumur er í miðju Fljótinu, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.