Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Blaðsíða 16
6 ENDURMINNINGAR KRISTJÁNS S. SIGURÐSSONAR N. Kv. eykst hann í sífellu, eftir því sem meira kreppir að frá báðum hliðum. En állinn heldur áfram að mjókka og lokast um síðir að fullu. Þá er það orðið samfrosta, sem fyrst stöðvaðist og settist að; en í miðju á það enn eftir að frjósa, enda eru þá einnig enn nokkrar auðar vakir inn á milli. Að lok- um frýs þó allt saman, og verður tryggur ís. Þannig stóð einmitt á, þegar faðir minn þurfti að sækja Kristínu á Sandhaugum. Þá var nýafstaðin stórhríð, og illa frosið krapið í Fljótinu. Þetta var í svartasta skammdeginu, að kvöldi hins 18. desember. Faðir minn lagði söðul á hest, hljóp af stað og teymdi hestinn við hlið sér. Gekk ferðin vel vestur yfir Fljótið og alla leið, þar til hann var á heimleið með ljósmóðurina. Hljóp liann alltaf á undan hestinum, sem Kristín reið, og mun hafa hugsað um það eitt að verða ekki of seinn með ljósmóður- ina. Þegar kom á mitt Fljótið, brestur undan honum þunnur ísskæningur á vök, og hverf- ur hann í Fljótið. Dregur straumurinn hann á svipstundu undir ísinn, en þó nær hann annarri hendi í skörina og heldur sér þar. Kristín var annáluð dugnaðarkona og hafði fullkomna karlmannsburði, og að því skapi snarráð. Stökk hún óðar af baki, náði í höndina á föður sínum og dró hann upp á ísinn. Héldu þau síðan áfram, eins og ekkert hefði í skorizt. Þetta var um hánótt, og norðanstormur með miklu frosti. Frusu því fötin brátt ut- an á föður mínum, svo að illt var að kom- ast út þeim, þegar heim kom. Voru þau bæði hrædd um, að ef móður mín fengi vitneskju um þetta, eins og ástatt var fyrir henni, kynni hún að verða svo hrædd, að hún hefði illt af. Tóku þau því saman ráð sín, áður en þau fóru inn til hennar. Fór Kristín ein inn og sagði móður sinni, að pabbi væri að láta inn hestinn. Hefði hann svitnað svo mikið á hlaupunum, að hann þyrfti að fá þurr föt. Aðgætti Kristín nú, hvernig móður minni liði, og er hún sá, að öllu var óhætt, fór hún fram með fötin og hjálpaði föður mínum til að komast úr frosnu fötunum og skipta. Síðan sauð hún sterkt grasate og lét hann drekka, og varð honum ekkert meint af baðinu, þótt kait væri. Síðan fæddist eg seinni hluta þessarar nætur. Eftir að móðir mín var orðin frísk aftur og komin á fætur, fékk hún að hevra ferðasöguna. Á þeim tímum var siður að skíra börn þegar, er móðirin var komin á fætur. Var ég skírður snemma í janúar af séra Jóni Þor- steinssyni, sem þá var prestur á Lundar- brekku. Var eg látinn heita Kristján eftir Kristjáni Fjallaskáldi, sem var náfrændi móður minnar. Foreldrar mínir voru um þessar mundir í dágóðum efnum, enda voru þau þá ung og hraust. Var ég þriðji sonur þeirra. Elztur var Bárður, því næst Halldór, og var ekki nema li/2 ár á milli okkar. Bárður var því þriggja ára og Halldór 1 \/2 árs. Árin liðu, og smátt og smátt eignaðist eg fleiri systkin. Næst var stúlka, sem látin var heita Arnfríð- ur, þá Páll Júlíus, Herborg og Guðni, og síðast önnur Arnfríður. En þá var Arnfríð- ur eldri dáin. Það fyrsta, sem eg man eftir mér, var það, að faðir minn hafði eignazt hund í stað- inn fyrir annan, sem hann hafði orðið að lóga sökum elli. Þegar hann kom heim með nýja hundinn, hljóp seppi á undan honum inn í baðstofu. Þetta var stór hundur, svart- ur og mjög loðinn. Slíka ófreskju hafði ég aldrei fyrr séð, enda varð ég svo hræddur, að ég flúði upp í rúm og þaðan upp á rúm- gafl, sem var á milli tveggja rúma. En fram- an á þennan rúmstuðul var negld fjöl, og á henni hékk gömul lóðaklukka. Þegar ég var komin upp á rúmgaflinn, ætlaði ég að fela mig á bak við gömlu klukkuna, en við það hristist hún svo, að lóðin, sem voru all- þung, slitnuðu af og hröpuðu niður í botn á klukkukassanum með miklum gaura-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.