Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Blaðsíða 41

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Blaðsíða 41
N. Kv. BÆKUR 31 Stefán Jónsson mun nú vera fremstur ís- lenzkra rithöfunda á því sviði að semja sögur um unglinga og fyrir unglinga. En þótt sögur hans séu ætlaðar unglingum, eru þær ekki síður góð lesning fullorðn- um vegna þess, hve höf. lýsir tilfinningum og sálarlífi barna og unglinga af mikilli nærfærni. Þriðja bókin er: Síðasli bærinn i dalnum eftir Loft Guðmundsson. Skemmtilegt ævintýri um börn, tröll, huldufólk og dverga, í gömlurn þjóðsagnastíl. Sagan er í fyrstu samin fyrir kvikmyndatöku, og hef- ur verið sýnd við góðar viðtökur. Er ekki að efa, að börn munu lesa hana með ánægju, enda ritar Loftur ætíð léttilega, hvort sem hann snýr máli til barna eða fullorðinna. En bækur þessar sýna, að vér eigum nt'i höfunda, sem kunna að skrifa fyrir börn, betur en megnið af hinum er- lendu unglingabókum, sem nú flæða inn á markaðinn. Steindór Steindórsson frá Hlöðum. FÆREYSKAR ÞJÓÐSÖGUR. Jónas Rafnar læknir þýddi og bjó undir prentun. Útg. Jónas og Halldór Rafnar. Akureyri. 1950. Bók þessi er 188 síður í stóru broti. Eru þetta 82 sögur alls. 31 þeirra eru þýddar úr Færöiske folkesagn í Antikvarisk Tids- skrift 1849—51; 42 eru úr Sagnir og ævin- týri e. Jakob Jakobsson, Thorshavn 1925, og 11 eru úr Söga og sögn eftir A. Weihe, Thórsltavn 1933. Sögur þessar, sem og aðrar þjóðsögur, sýna skýrt sál þeirrar þjóðar, sem hefur myndað þær, geymt þær og fóstrað; hugs- unarhátt hennar, trú og siði, venjur og dagleg viðfangsefni. Þótt margt sé líkt með Færeyingum og íslendingum, þar sem báð- ar þjóðirnar hafa nær liinn sama uppruna, þá hefur land hvorrar þjóðarinnar fyrir sig og atvinnuhættir mótað þær svo, að nokk- ur munur er á hugsunarliætti þeirra, sem bezt sést af þjóðsögum þessum. I færeyskri þjóðtrú eru bæði huldufólk, tröll, nykrar, skrímsl, útburðir o. s. frv. eins og í ís- 'lenzkri þjóðtrú, en þó ekki að öllu eins. Færeyski nykurinn er t. d. á stærð við stóran hund, en í íslenzkri þjóðtrú á stærð við hest. Útburð kalla Færeyingar niðagrís. Allir kannast við íslenzku útburðarsöguna, þegar stúlka, er borið hafði út barn sitt, var að mjólka kvíær, og kvarta um við aðra mjaltakonu, að sig vantaði föt, til þess að vera í á vikivakasamkomu, sem halda átti, og þær heyrðu þá kveðið: „Móðir mín í kví kví, kvíddu ekki því, því, eg skal lána þér duluna mína að dansa í, að dansa í.“ Stúlkunni brá svo við vísuna, að hún varð vitskert alla ævi síðan. I færeyzku þjóð- sögunum er sarns konar saga á þessa leið: „Vinnukona á Dóragerði, prestssetrinu á Viðarey varð vanfær, fæddi barnið á laun og fyrirkom því. Umkomulítill vinnu- maður var á prestssetrinu, kallaður Písli; frá honum hnupplaði vinnukonan sokkbol, stakk barninu ofan í liann og gróf það nið- ur. — Nokkru síðar giftist vinnukonan, og var þá haldin mikil brúðkaupsveizla. Með- an verið var að dansa brúðardansinn, kom niðgrís í sokkbol veltandi inn á gólfið, hoppandi inn í hringinn og kvað: Á mömmu glóir gull — eg göltrast í ull og dansa í dulunni af honum Písla. Síðan botnveltist hann fyrir fætur brúð- inni, en hún féll í ómegin og var borin út. Veizlugleðin fór alveg út um þúfur.“ Þessar tvær útburðarsögur eru svo lxkar hver annarri, að þær sýna glöggt andlegan skyldleika íslendinga og Færinga. Þá er hin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.