Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Blaðsíða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Blaðsíða 20
10 ENDURMINNINGAR KRISTJÁNS S. SIGURÐSSONAR N. Kv. meint með þessum orðum. Mér þótti áka£- lega vænt um foreldra mína. Og vel hefði ég getað trúað því, að þau bæði væru guð, eða mamma að minnsta kosti, því að mér þótti enn vænna um hana. En að pabbi væri skollinn, því vildi ég ekki trúa. Ann- ars vorum við börnin víst ekki lengi hrygg, því að stúlkurnar voru okkur svo góðar og léku meira við okkur þennan dag en vana- legt var, að fullorðið fólk gerði. Eitt er það enn, sem mér hefur orðið minnisstætt frá bernskuárum mínum. Sigur- björg Jónatansdóttir var í mörg ár vinnu- kona hjá foreldrum mínum. Var hún okkur g(ið, þótt hún væri gallagripur að ýmsu leyti. Sagði hún okkur krökkunum margar sögur, og höfðum við mikið yndi af því. En þegar foreldrai mínir voru ekki viðstaddir, sat liún um að segja okkur draugasögur. Var hún oft ávítuð fyrir þetta, því að við gát- um ekki þagað yfir þessu. En ekki dugðu neinar ávítur. Sibba hélt uppteknum hætti, og auðvitað sagði hún margsinnis sömu sög- urnar. Þetta olli því, að ég varð snemma ákaflega myrkfælinn. Þorði ég því aldrei einn fram á bæ, eftir að fór að dimma, og færi ég fram með öðrum að kvöldlagi, þorði ég ekki annað en ríghalda mér í þann, sem með mér var. Ekki þorði ég heldur að sitja á rúmi á kvöldin og láta fæturna hanga niður fyrir rúmstokkinn, því að þótt ljós væri á kvöldin, var þó myrkur undir rúm- unum. Þar gátu því draugarnir legið, og svo gátu þeir seilst fram fyrir stokkinn og gripið í fæturna á mér. Sat ég því oftast uppi í rúminu, eða kreppti upp undir mig fæturna. Oft var mér leitt það fyrir sjónir, að þetta væri ástæðulaus hræðsla, því að engir draug- ar væru til. Þetta væri ekkert annað en ímyndun og þættist ég verða einhvers var, sem ég áttaði mig ekki á, skyldi eg ganga beint að því að athuga það með stillingu og sannfæra sjálfan mig um, að allt væri eðlilegt og ekkert að óttast. Þetta fannst mér algerlega óhugsandi, því að það gætu að- eins huguðustu karlmenn gert. En mér var þó farið að verða ljóst, að óg væri harl.i huglaus. Oft hugsaði ég þó um þetta, en treysti mér ekki til að framkvæma það. Svo var það einu sinni í sláttulok, að bundið var heim síðasta heyið af engjun- um. Veður var hið bezta dag þennan, sól- skin og blíðviðri. Var verkun ekki lokið fyrr en seint um kvöldið, og var þá komið myrkur. Tungl var í fyllingu, en skýjafar í lofti. Það var því vel bjart, þegar tungls- ins naut á milli skýja, en dimmdi snögg- lega á rnilli, þegar ský dró fyrir. Þegar bú- ið var að taka ofan síðustu baggana og spretta af hestunum, bað pabbi mig að flytja þá í haga, sem liann tilgreindi, og var það spölkorn suður með brékkunum. Ekki þótti mér þetta fýsilegt, en vildi þó ekki kannast við, að eg þyrði ekki að fara. Fór ég síðan á bak einum hestinum og rak hina í einum spretti á áfangastað. Að því loknu held ég heimleiðis. Þegar ég er kominn nokkuð áleiðis, þykist eg allt í einu sjá ein- hverja afskaplega ófreskju framundan mér. Eg nem undir eins staðar og verð vitlaus af liræðslu, svo að eg rennsvitnaði þegar. Þetta var stærra en hestur, en ekki gat eg áttað mig á lögun þess. Skipti það um lit í sífellu og var ýmist hvítt eða svart. En eitthvert óttalegt dýr hlaut þetta að vera. Eg eyddi víst ekki löngum tíma í athuganir, heldur tók ég til fótanna og hljóp í sveig við ófreskjuna og linnti ekki á sprettinum, fyrr en ég var kominn heim að túngarði. Duttu mér þá allt í einu í hug áminningar föður míns, að ég ætti ekki að fara að hlaupa, þótt eg yrði hræddur, heldur skyldi ég athuga það, sem ég hræddist, til þess að sannfæra mig um, að það væri aðeins eðli- legt, hvað sem það væri. Eg fleygði mér því niður þarna við tún- garðinn til að blása mæðinni og hugsa mál- ið, og held ég, að þetta hafi verið í fyrsta sinn, sem ég hugsaði vandlega og skynsam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.