Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Blaðsíða 46

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Blaðsíða 46
36 ÞAÐ, SEM ALDRiEI VERÐUR ENDURHEIMT N. Kv. geiminn, liækkandi í sífellu, óþolandi og kæfandi. Hann skrúfaði nú enn lengra nið- ur í lampanum og beið lengi, en varð þess brátt var, að það var ekki lampaljósið, sem dró að sér, heldur var sjálft loftið fullt af skordýrum. Og undan þyt þeirra og bvini varð eigi komizt. Hann ásetti sér því að drekka sig alveg glórulausan, svo að hann bvorki heyrði né sæi neitt framar. Annars myndi hann ganga af vitinu. En nú sá hann ljósið. Hann vissi ekki, hve lengi hann hefði setið þannig, er hann allt í einu heyrði hróp og hávaða kynblend- inganna yfir í þorpinu á fljótsbakkanum. Ljósin liöfðu slokknað hvert af öðru, og voru nú aðeins tvö—þrjú eftir, og eitt þeirra var á hreyfingu. Það var þó livorki mýrarljós né hrævareldur, því að það hreyfðist í sömu hæð og í beina línu eftir láglendinu fyrir neðan þorpið. Þarna var einhver á gangi með skriðljós í hendi. Þetta var ekkert óvenjulegt. Hann gat því ekki gert sér ljóst, hvers vegna þetta hreif liann svo mjög. „Ef til vill er eg orð- inn dálítið slompaður,“ hugsaði hann. Hann leit á klukkuna. Hún var orðin tvö eftir miðnætti. ' Hann sá fyrir sér, er hann lokaði aug- unum, þorpið gamalkunna með óreglu- legri lrúsaþyrpingu, þar sem krökkt var af innlendum mönnum, og í miðju óhreint og illa hirt hús portúgalska landshöfðingj- ans. Hann heyrði geltið í hundunum gegn- um hvin skordýranna. Og hann hugsaði: „Ef til vill er þetta Mason og hásetarnir, sem eru að koma. Hvers vegna geta þeir ekki látið mig í friði?“ Aleinn. Hann var alls ekki aleinn! Neð- an þilja lá Jenný rólega sofandi þessa óra- löngu og óbærilegu nótt. Konan hans. Hún var þarna alltaf, ung og glæsileg kona, róleg og stillt, fullkomin kona. Já, bannsett nokkuð! Fullkomin kona, sem hugsaði aðeins um hann. Hann heyrði enn fyrir sér rödd hennar, er hún steig algerlega óvænt á land í Singapore: „Mig langaði til að koma þér á óvart, elskan, og þess vegna brá eg mér af stað með „Canadian Pacific“. Og áður en hann kæmi upp nokkru orði, hafði hún kysst hann á sinn hátt, svo ein- kennilega ástríðufullt af svo fínni og vel siðaðri konu, á þann hátt, sem fyllti hann ógeði sökum þess, að honum var alltaf ljóst, að hún keppti að því marki að reyna að ná sem allra traustustu eignarhaldi á hon- um, eða að minnsta kosti þeim hluta af honum, sem hann var ákveðinn í að fram- selja ekki nokkrum lifandi manni. Hann lokaði auguirum. Hvers vegna í ósköpunum hefði hann ekki tafarlaust skákað henni út í P. O.-skip og sent hana heim aftur? Hvers vegna gat hann hvorki hér eða þar sloppið undan þessari agalegu blíðu hennar og einlægni, þessari ákveðnu, hreinskilnislegu ástríðu hennar í því að vera fullkomin fyrirmyndar eiginkona? Þarna lá hún neðanþilja og svaf rólega i óbærilegri hitasvækjunni, alveg eins og væri hún heima í rúmi sínu í húsi föður síns á bakka lygnu árinnar í Devon. Hún kvartaði aldrei. Henni skjátlaðist aldrei. Aldrei var hægt að benda á nokkuð, sem hún hefði gert, og segja: „Það er þetta, eða það er hitt, eða svona og svona hefði það átt að vera.“ Þessar hræðilegu hitabeltis-nætur höfðu jafnvel engin áhrif á hana. Hún varð ekki veik. Hún gaf skorkvikindunum engan gaum. Nei, hún var af allt öðru og óþol- andi afsprengi, og nú gerspillti hún og eyðilagði einveru hans með því að flytja með sér hluta af lífi því, sem hann kapp- kostaði örvæntingarfullt að forðast af öll- um mætti. Á meðan það loðaði við hann, myndi hann aldrei geta snúið við. Einu sinni fyrir langalöngu hefði hann þó einnig sofið andvaralaust og rólega án
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.