Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Side 44

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1950, Side 44
34 ÞAÐ, SEM ALDREI VERÐUR ENDURHEIMT N.-KV. þjóni sínum, sem varð eftir til að ganga honum til handa. Þarna sat nú hann á mottunni sinni aftur á skipinu, og Bend- ham fann á sér, að þessi guli náungi lrafði gát á honum, áþekkt og þegar maður finn- ur til þess, að villiköttur lrafi vakandi auga á manni, án þess að hafa orðið lians var. Jafnvel Malajarnir væru orðnir öðruvísi, hugsaði hann. Einu sinni hafði honum þótt vænt um þá og skilið þá. En nú varð hann þess var, að hann tortryggði þá, og þeim geðjaðist ekki að honum. ■ Hann skildi ekkert í þessari breytingu. Hann sneri sér að Malajanum: „Farðu að sofa,“ sagði hann á mállýzku mannsins. „Eg þarf þín ekki framar með í kvöld. Farðu ofan undir.“ Malajinn vafði þögull saman mottu sinni og hvarf ofan undir þiljur, berfættur og léttstígur eins og köttur. Og Bendham fannst létta skyndilega yfir sér. Nú var hann aleinn eftir á þilfarinu. Hann hungraði eftir einveru. „Eg er eins og veik skepna," hugsaði hann, þótt svo virtist, sem ekkert væri að honum. Ekki var það hitabeltis-veiki, því að hann þekkti allar tegundir hennar af langri reynslu. Hann hafði að vísu enga matarlyst, en jafn- vel á æskuárum sínum liafði hann venju- lega ekki haft matarlyst í svona veðri. Já, hann væri eins og veik skepna, sem vildi skríða í felur og deyja. Þetta var verst allra veikinda — veiklun í taugunum. Það var heitt, afskaplega heitt og vofði yfir með úrhellis-dembu. Andrúmsloftið hlyti senn að hafa náð raka-hámarki sínu. Það varð erfitt að anda. Hann litaðist um í daufu og óskýru tunglsljósinu og hvarfl- aði augum út yfir beljandi fljótið, sem var fullt af alls konar grasi og smáviði, sem rifinn var upp með rótum, og margvíslegu reki og rusli fljótsins. Fljótið myndi enn hækka, ályktaði hann, ef til vill aðrar 48 stundir, en ekki meira. Það hefði aldrei hækkað meira öll þau ár, sem hann hefði þekkt til. A báðar hliðar grillti hann langa og svarta strandlínuna — þar sem þéttur vegg- ur af kjarrskógi, aðeins rofinn af skitnu og sóðalegu húsaþorpinu með fjölda blik- andi ljósa. Hann þekkti þetta svo vel að fornu fari. Öðru hvoru gægðist tunglið fram að stormskýja-baki og breytti iðandi fljótinu í bráðið silfur. Flugnagerið varð nú algerlega óþolandi. Það var skýjaþykkni af þeim, svo þúsund- um þúsunda skipti af alls konar stærð og lögun, suðandi og hvínandi. Þær höfðu dregizt að ljósum snekkjunnar og fyltu nú rakaþrungið kvöldloftið. Bendham smeygði sér því inn í eins konar tjald úr afarþéttu neti, sem Malaja-pilturinn hafði sett upp handa honum, svo að hann gæti hafzt við uppi á þilfari, þareð honum fannst óbæri- legt að sofa eða jafnvel anda neðan-þilja. Tjaldið var frammi í stafni skipsins inn á milli margra rimlakassa með ýmsum jurta- tegundum, sem hann hafði safnað undan- farnar sex vikur á ferðalagi sínu. Inni í tjaldinu voru tveir legustólar og pálmaviðarborð með nokkrum glösum, viskiflaska og önnur með sódavatni, skyggt olíuljós, skrúfað all langt niður, og skál með ís, sém var að renna sundur; en hann var úr amerísku frystivélinni neðan-þilja. „Æ,“ hugsaði hann, „nú get eg ferðast með kurt og pí og notið alls konar lífsþæg- inda — harla ólíkt því og þá, er eg sá fljótið pad' arna í tyrsta sinn.“ Angurmóður og sár í huga hugsaði hann með sér: „Og hvað er svo um allt þetta?“ Hann lyfti tjaldskörinni snöggt upp til að forðast, að flugnagerið kæmist inn fyrir, og smeygði sér síðan inn undir hana. Hann hellti í glas handa sér, en lét engan ís í það. ísinn hitaði manni innvortis í stað þess að kæla. Síðan hallaði hann sér aftur á bak í legustólnum og tifaði fingurgómunum fast á stólkjálkana.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.