Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Qupperneq 4
34
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
Hannes Hafstein einn tók hærra próf það
ár. — Árið eftir hvíldi hann sig við nám,
vegna heilsunnar, og var þá heimiliskennari
á Reynistað í Skagafirði. Eftir það gekk
hann á prestaskólann og útskrifaðist þaðan
eftir tveggja ára nám 5. sept. 1883 með
fyrstu einkunn. — 10. sept. 1883 var hon-
um veitt Landsprestakall í Rangárvallasýslu
og vígðist hann 16. sept. s. á. — 12. maí
1884 kvæntist hann Pórunni Stefánsdóttur
bónda á Hlöðutúni í Borgarfirði (fædd 24.
febrúar 1858) og bjuggu þau hjónin á Fells-
múla á meðan þau dvöldu þar eystra; var
þá alt á fallanda fæti þar eystra um sveilir
vegna sandfoks, svo að síra Jónas sótti um
Grundarþing í Eyjafirði og voru veitt þau 6.
okt. 1884. Fluttu þau norður í Eyjafjörð
vorið 1885 og áttu heima á Hrafnagili, Stokka-
hlöðum og Espihóli, þangað til þau fluttu
aftur að Hrafnagili vorið 1888 og bjuggu
þar síðan, þangað til þau fluttu til Akur-
eyrar 1908. — Frá 1908—1910 var síra Jón-
as settur 2. kennari við gagnfræðaskólann
á Akureyri, en þjónaði jafnanframt prestakalli
sínu. Var honum veitt 3. kennaraembætti
við sama skóla 22. mars 1910 og fjekk þá
um leið lausn frá prestskap. — Hann var
prófastur í Eyjafjarðarprófastsdæmi 1897—
1908.
Síra Jónas var góður klerkur, elskaður
og virtur af öllum sóknarbörnum sínum.
Samt liefir hann ekki orðið nafnkunnastur
fyrir preststörf, heldur sem rithöfundur og
fræðimaður. Hann var sílesandi ogsískrifandi.
Líklega hefir enginn samtíðarmanna hans
verið eins fjöllesinn í íslenskum fræðum
sem hann, enda sagði síra Matthías Joch-
umsson um hann, að hann ætti að heita
hinn fróði. Það er heldur ekki ólíklegt, að
Ari fróði, Styrmir fróði og fleiri prestar fyrri
tíma, sem kallaðir voru heiðursnafninu »hinn
fróði«, hafi verið líkir síra Jónasi.
Eitt af því fyrsta, sem birtist á prenli eft-
ir síra Jónas, var Yfirlit yfir bókmentir Is-
lendinga á 19. öld, sem kom út í tímariti
Bókmenlafjelagsins áiið 1881. Var hann þá
nýorðinn stúdent, og sýnir ritgerð þessi,
hvað hann hefir þá verið orðinn óvenjulega
fjöllesinn.
Meðan hann var prestur syðra samdi hann
flestar sögur þær, sem eftir hann birtust í
mið Iðunni, og munu öll söguefnin vera
tekin af Suðurlandi. Sögur þær, sem hann
skrifaði í Iðunni, voru: Gletni lífsins (1885),
Brot úr œfisögu (1886), Björn í Geröum
(1886), Ofrið (1887), og Frelsisherinn
(1888). Vöktu allar þessar sögur eftirtekt
og voru mikið lesnar. Margar þýddar fræði-
greinar birtust einnig eftir hann í Iðunni.
Eftir að hann kom norður til Eyjafjarðar,
samdi hann margar sögur. Helstar þeirra
eru: Randíður á Hvassefelli, sem kom út
sjerstök árið 1892, Magnúsar-þátturog Guð-
rúnar, Kálfagerðisbrœður og Hungurvofan,
sem komu út í sögusafni Þjóðólfs, Eiður,
sem kom út í Eimreiðinni 1897, Úr blöðum
Jðns halta, sem kom út í Nýjum Kvöld-
vökum 1911, og Hofstaðabrœður, sem kom
út sjerstök 1924, Sigurður Kristjánsson
ætlaði að gefa út skáldrit síra Jónasar í safni,
er hjet Ljós og skuggar, en aldrei kom
nema I. bindið. Fjórar af sögum síra Jónasar
hafa verið þýddar á dönsku og Eiðurinn
þrisvar sinnum á þýsku.
Æfintýri samdi hann mörg á síðari árum,
en fátt hefir birst af þeim á prenti.
Eftir að hann kom til Akureyrar safnaði
hann kynstrum af þjóðsögum og um þjóð-
siði, sem nú er geymt í Landsbókasafninu.
Hann bjó undir prentun þjóðsögur Odds
Björnssonar, enda hafði hann skrifað ekki
all-fáar sögur í því safni.
Meðan hann var á Hrafnagili samdi hann
dönsku orðabókina, reikningsbókina og staf-
rófskverið, en tslenshu málfrœðina eftir að
hann kom til Akureyrar. Aliar þessar bæk-
ur hafa verið mikið notaðar við kenslu og
þótt góðar, og feikna elju hefir þurft til að