Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Síða 10
40
NYJAR KVÖLDVÖKUR
buskan skyldi kalla Drómió eiginmann sinn,
að hann yfirgaf húsið jafnskjótt og hann
sá sjer nokkurt færi á að fara í burtu, því
að þótt honurn fjelli Lúciana, systir hús-
móðurinnar, vel í geð, þá geðjaðist honum
mjög illa að hinni bráðlyndu Adriönu. Ekki
var Drómió heldur ánægður með eldabusk-
una. Peir voru nú í sjöunda himni að vera
slopnir í burtu frá þessum nýju konum
sínum.
Rjett í því, er Antipólus frá Sýrakúsa
yíirgaf hús bróður síns, mætti hann gull-
smið, sem tók hann í misgripum, eins og
Adriana, fyrir Antipólus frá Efasus, og fjekk
honum gullkeðju, sem hann sagði Antipól-
us eiga. Pegar hann kvað þessa keðju
sjer óviðkomandi, svaraði gullsmiðurinn því,
að hann hefði þó smíðað hana eftir hans
eigin beiðni og með það fór hann og skildi
keðjuna eftir í höndum Antipólusar, sem
skipaði Drómió að koma dóti þeirra á
skipsfjöl samstundis, því að hann kærði sig
ekki um að dvelja þar, sem hann gæti ekki
þverfótað fyrir hinum kynlegustu æfintýrum
eða töfrum.
Lítilli stundu eftir að gullsmiðurinn hafði
fengið röngum Antipólusi keðjuna, var hann
tekinn fastur fyrir skuld, sem honum bæri
að greiða þegar í stað. En nú vildi svo
til, að hinn gifti Antipólus, sem gullsmiður-
inn áleit sig hafa afhent keðjuna, bar að
rjett í þessu. Pegar gullsmiðurinn sá Anti-
pólus, fór hann fram á, að hann borgaði
nú gullkeðjuna, sem hann hefði afhent hon-
um fyrir augnabliki. Var verð hennar að
heita mátti það sama og upphæðin, sem
hann var tekinn fastur fyrir. Antipólus
neitaði að hafa tekið á móti keðjunni, en
gullsmiðurinn fullyrti, að hann hefði tekið
á móti henni fyrir örfáum mínútum úr sín-
um eigin greipum. Um þetta þrættu þeir
langa lengi og báðir hjeldu þeir, að þeir
hefðu rjett fyrir sjer. Antipólus vissi, að
gullsmiðurinn afhenti honum aldrei festina,
og svo Iíkir voru þessir tveir bræður, að
gullsmiðurinn var jafnviss í sinni sök, að
hann hefði afhent honum keðjuna.
Að síðustu fór Iögregluþjónn með gull-
smiðinn í svartholið, þar sem hann gat
eigi greitt skuld sína. En um Ieið krafðist
gullsmiðurinn þess, að Antipólus væri tek-
inn fastur, þar sem hann neitaði að borga
gullfestina. Þannig var þá að lokum farið
með þá báða, Antipólus og gullsmiðinn,
beint í betrunarhúsið. Á leiðinni í fanga-
húsið mætti Antipólus þræl bróður síns,
Drómió frá Sýrakúsa, en þar sem hann tók
hann í misgripum fyrir sinn eigin þræl,
skipaði hann honum að fara heim til Adri-
önu konu sinnar og segja henni að senda
sjer peningaupphæð þá, sem hann var tek-
inn fastur fyrir. Drómió varð mjög hissa,
er hann heyrði, að húsbóndi sinn skyldi
senda sig aftur til hins kynlega húss, þar
sem þeir hefðu snætt miðdegisverð, og hann
hafði neitt allra bragða til þess að sleppa
sem fyrst í burtu frá. En hann þorði engu
að svara, þótt hann hefði komið í þeim er-
indagerðum, að Iáta húsbónda sinn vita,
að skipið væri ferðbúið, því að hann sá,
að Antipólus var ekki í þeim ham, að fært
væri að malda í móinn. Drómió hjelt því
af stað til húss Adriönu og bölvaði með
sjálfum sjer yfir því, að þurfa að fara þang-
að, *þar sem ísabella kveður mig bónda
sinn,« mælti hann við sjálfan sig. »En jeg
verð að fara, því að þrælar verða að hlýða
húsbændum sínum.«
Adriana fjekk Drómió peningana, en í
bakaleiðinni rakst hann á Antipólus frá
Sýrakúsa, sem enn var fullur undrunar yfir
hinum óvæntu æfintýrum, er hann stöðugt
varð fyrir. Par eð bróðir hans var vel
þektur í Efasus, mætti hann tæplega svo
manni á strætunum, að honum væri ekki
heilsað sem gömlum kunningja.
Sumir fóru fram á að borga honum pen-
inga, sem þeir sögðust skulda honum. Aðr-
ir buðu honum heim til sín og enn aðrir
þökkuðu honum eina eða aðra hjálp. Allir