Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Page 14

Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Page 14
44 NÝJAR KVÖLDVÖKUR ingu. En Ægeon til hinn mestu undrunar, neitaði hann að þekkja nokkuð til hans, og það gat hann í rauninni með góðri sam- visku, því að þessi Antipólus hafði ekki sjeð föður sinn síðan þeir urðu viðskila forðum í sjávarháskanum, en þá var Anti- pólus í barnæsku. Veslings Ægeon reyndi áranguralaust að sannfæra son sinn. Hjelt hann að raunir sínar mundu hafa breytt sjer svo mikið, að þess vegna þekti hann sig ekki, eða þá að hann fyriryrði sig fyrir að kannast við sig, þegar hann ætti í þess- um hörmungum. Um leið og þessar alvar- legu hugsanir þyrluðust um í huga hans, kom abbadísin oghinn Antipólus og Drómió út úr klaustrinu og hin undrandi Adriana sá tvo Antipólusa og Drómióa standa fyrir framan sig. Nú voru öll ólukkans misgripin auðskil- in. Þegar dómarinn sá tvo Antpólusa og Drómióa, svona öldungis eins að útliti, þá dró hann þá ályktun af þessum fyrirbrigð- um, því að hann mintist sögunnar, sem Ægeon hafði sagt honum um morguninn, að þessir menn hlytu að vera synir Æge- ons og þrælar þeirra. Og nú endaði saga Ægeons með óvæntri gleði, þótt hann hefði sagt honum hana um morguninn sorg- mæddur og með dauðadóminn yfir höfði sjer, sem framfylgdt skyldi fyrir sólsetur, því að hin göfugmannlega abbadís kunn- gerði það nú, að hún væri hin Iöngu horfna eiginkona Ægeons og ástrík móðir Anti- pólusanna. Pegar fiskimennirnir fóru burtu með eldri tvíburann hennar og Drómió, gekk hún í klaustur og vegna hinnar góðu og göíugmannlegu framkomu hennar, var hún að lokum gerð að abbadís klaustursins. Hún rækti skyldur gestrisninnar við alla ógæfusama gesti og hafði hún nú- óafvit- andi verndað sinn eigin son. Nú varð hinn mesti fagnaðarfundur milli Iengi skildra foreldra og barna og þau gleymdu í bili, að Ægeon var dæmdur til dauða. En þegar þau fóru að átta sig, bauð Antipólus frá Efasus dómaranum að borga lausnargjaldið fyrir föður sinn, en dómarinn náðaði Ægeon og vildi enga peninga taka. Og hann fór með abbadís- inni og hinum nýfundna eiginmanni henn- ar og sonum inn í klaustrið til þess að heyra þessa hamingjusömu fjölskyldu tala í ró og næði um hin gleðilegu endalok ógæfu sinnar. Ekki má gleyma hinni einlægu gleði Drómióanna. Þeir heilsuðust hjartanlega og óskuðu hver öðrum til gæfu og gengis. Hrósuðu hver öðrum fyrir fríðleik og fagra framgöngu og þótti ákaflega gaman að sjá sína eigin fallegu persónu sem í spegli í fari hins. Adriana hafði lært svo mikið af hinni góðu ráðstefnu við tengdamóður sína, að hún ól aldrei framar órjettlátar getsakir í brjósti sjer nje afbrýðissemi gegn bónda sínum. Antipólus frá Sýrakúsa giftist hinni fögru Lúciönu, systur konu bróður síns, og hinn gamli og góði Ægeon lifði í mörg ár hjer eftir og bjó í Efasus ásamt konu sinni og sonum. En ekki komu öll þessi vandræði algerlega í veg fyrir það, að í framtíðinni kæmu ekki stöku sinnum fyrir ný misgrip, en það varð aðeins til þess að minna á liðin æfintýri, og allir hentu mikið gaman að því, er ný misgrip bar að garði. (íslenskað af J. R.)

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.