Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Side 20

Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Side 20
50 NYJAR KVÖLDVÖKUR fylla rúm hans, en nú, þegar jeg er fuilorð- inn, vil jeg gjarnan vinna mannsverk. Pað kostar mig styrjöld, en jeg skal vinna.« Blake hlustaði með mikilli athygli á hina flýtislegu og sundurlausu frásögn Martels um hina huldu strauma í lífinu á Sikiley. En hann gat varla trúað á þessa skýringu. ÖIl kenningin um La Mafia virtist honum í einu ruddaleg og leikhúskend. >Og það hefir þegar verið drepinn mað- ur, segir þú?« spurði hann. »Já, jeg rak alla eftirlitsmenn burtu, sem jeg vissi að voru Mafiosi. Það vakti eftir- tekt, skal jeg segja þjer, og áhyggjur hjá bændunum, sem elska mig, þrátt fyrir það, að þeir hafa eigi sjeð mig síðan faðir minn var drepinn. Auðvitað vöruðu þeir mig við því, að halda svona fast við sjálfstæði mitt.« »En Belisario Cardi?« »Jeg hefi fengið brjef frá honum, sem her- mennirnir hafa nú í höndum. Þess vegna er vinur minn, óbersti Neri, kominn hingað frá Messina.« »Hvað stóð í því brjefi ?« »Hann heimtaði háa fjárupphæð cg hót- aði mjer bráðum bana, ef jeg neitaði að borga. Það var undirritað Cardi. Hefði það verið frá Narcone, hefði jeg ekki skeytt um það, því að hann er ekkert annað en bú- peningsþjófur. En Belisario Cardi! Vinur minn! Þú skilur alls eigi þýðingu þess nafns. Mjer þætti ilt að falla í hendur hans, get jeg fullvissað þig um, og láta steikja á mjer fætur mínar yfir hægum eldi —« »Guð almáttugur!-« hrópaði Norvin og þaut á fætur. »Þú álítur þó ekki, að hann sje þeirrar tegundar?« »Nú, en jeg held að hann sje ekki til,« mælti greifinn við gest sinn. »Þetta er ein- ungis nafn, sem er notað við þetta tæki- færi.' En að því er refsingu snertir, þá er þetta það minsfa, sem bíður mín, verði jeg handtekinn.« »Það er ómögulegt! Er þjer Ijóst, að nú er 1886? Slíkir hlutir eru óhugsandi nú. Á dögum föður þíns — ef til vill!« »AH þetta er mögulegt á Sikiley,« mælti Savigno brosandi. »Við erum einni öld á eftir tímanum. En, caro mio, það er rangt af mjer, að vera að segja þjer —« »Nei, nei!« »Það kemur ekkert fyrir mig, held jeg. Jeg er ungur og ríkur og giftist eftir nokkra daga. Þess vegna er ekkert eðlilegra en að einn eða annar Mafioso reyni að gera mig hræddan og noti sjer hið ægilega nafn Cardis. Jeg er ókunnugur hjer í átthögum mínum. Þegar jeg er orðinn kunnugri, skal jeg sjá til þess, að þessar heimskulegu til- raunir til fjárkúgunar hætti. Aðrir gósseig- endur hafa haldið sjálfstæði sínu, svo að jeg get einnig gert það. Því að óvinur, sem ekki þorir að berjast opinberlega, er lydda og jeg hefi rjettinn mín megin.« »Mjer þykir vænt um að jeg kom. Mjer þykir vænt um þann dag, er þú giftir þig og ferð í brúðkaupsferð með konu þína.« »Jeg var hræddur við að segja þjer þetta af því að jeg óltaðist, að þú mundir teija, að jeg hefði ekki haft rjett til að kalla þig hingað á slíkum hættutímum.« »Láttu ekki eins og þú sjert fábjáni, Martel.« »Þú ert Ameríkumaður. Þið lítið á málin á ykkar sjerstaka hátt. Auðvitað, skyldi eitt- hvað koma fyrir mig — ef ógæfan skyldi dynja yfir fyrir brúðkaupið — —« »Heyrðu! Sje nokkur minsta hætta á ferðum, ættir þú að fara burtu, eins og síð- ast,« mælti Norvin ákveðinn. »Jeg er ekki barn lengur. Jeg gifti mig í næstu viku. Ótemjur gætu eigi dregið mig brott.« »Þú gætir frestað giftingunni — skýrt unnustu þinni frá, hvernig í öllu liggur —-« »Þess þarf ekki; það er ekki nokkur ástæða til ótta. En mjer þykir samt sem áður vænt um, að þú ert þjer. Auðvitað á Margherita

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.