Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Síða 23
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
53
við hann og elskendurnir urðu einir sjer.
Skömmu síðar hrópaði greifinnan:
»Heyrðu ! Hvað segir þú u.m það, Zia
mia? Yfirvöldin vilja ekki Ieyfa veslings
Paolo að setja tiyggingu, svo að hann er
enn í haldi.c
»VesIingurinn!« svaraði Donna Teresa.
»Pað er La Mafia!«
»Ef til vill er honum fyrir bestu, að vera
þar sem hann er,« sagði Martel. »Að minsta
kosti er hann þar óhultur fyrst um sinn.
Hann er það, sem þið ekki vitið: Kona
Gallis er systir Gian Narcone!«
»Útlagans?«
»Pá er sennilegt, að hún drepi PaoIo,«
sagði greifinna Margherita rólega og bætti
svo hugsandi við: »En hvað það hlýtur
að vera örðugt, að gera það sem rjett er.
T. d. Paolo. Hann drepur í mesta grand-
leysi fyrirlitlegan þjóf og þó heldur lögregl-
an honum í varðhaldi. Og þó held jeg, að
ef jeg væri kona þessa Galli, að jeg mundi
sjálf heimta blóð hans. Hún er þó ein'
ungis eiginkona.« 1
»Tekur þú málstað hennar?« hrópað
Martel undrandi.
»Að vissu leyti. Jeg er ekki hrygg vegna
hins drepna, en eiginkonan hefir sín rjett-
indi. Auðvitað ofsækir hún Paolo.«
»Trúið þjer á blóðhefnd?« spurði Nor-
vin undrandi.
»Hver er sá, sem ekki gerir það? Krefjið
þjer eigi óvini yðar reikningsskapar í Amer-
íku ?« spurði Margherita.
»Jú, að vísu, en ekki með nándar nærri
eins mikilli heift sem hjer,« svaraði Blake.
»Vanalega þurfum við ekki að myrða menn
til þess að vernda eigur vorar, og konur
ganga þar eigi um og hóta hefndum, er
menn þeirra meiðast. Lögreglan sjer um
alt slíkt.«
»Ágætt land! Pað hlýtur að vera frið-
samt fyrir gamalt fólk að vera þar!« hróp-
aði frænkan.
»Við eigum einnig nokkra fræga glæpa-
menn, eins og þið ykkar Belisario
Cardi — —.«
»Cardi er einungis nafn,« sagði unga
stúlkan. »Hann er ekki til.«
Blake tók eftir því, að Martel leit á hann
viðvörunaraugum, svo að hann sagði ekkert
og samræðan snerist að öðru.
Greifinn, sem var mjög fljótlyndur mað-
ur, gat eigi lengi setið kyr, en stóð á fætur
og mælti:
»Jeg verð að fara niður í þorpið. Bakar-
inn, sláfrarínn, allir eru í annríki vegna há-
tíðahaldanna og jeg verð að panta flugelda
frá Messina. Norvin getur verið hjer á með-
an við Ricardo förum í bæinn. Addio!«
Hann kysti á hendi Margheritu, hneigði
sig fyrir frænkunni og hljóp niður tröpp-
urnar.
»Á að verða hjer f e s t a ? « spurði Blake.
»Já. Það verður mikið um dýrðir. Martel
vill hafa það svo.« Margherita stóð á fætur
og ungi maðurinn elti hana. »Sjáið til, það
á að dansa hjerna úti á grashjallanum. Þjer
hafið aldrei verið við sikileyiska þjóðskemt-
un? Þjer hafið aldrei sjeð tarantella? Þá
mun yður þykja gaman. Kvöldið fyrir veisl-
una kemur fólk hingað frá nálægum sveit-
um. Hjer verður hljóðfærasláttur, ieikir og
flugeldum skotið. Ó, það verður sannnefnd-
ur Celebrazione. Ættingjar mínir frá^Mess-
ina koma og biskupinn og margt heldra
fólk. — Jeg — jeg er enn^eftirvæntingar-
fyllri en Martel. Jeg hefi varla þreyju í mjer
að bíða.«
Óþreyja ungu stúlkunnar sást glögt í
augum hennar. Hún virtist vera langtí burtu,
sokkin niður í hugsanir um breytingar þær,
sem yrðu á lífi hennar, og Norvin fór að
gruna hana um, að hún væri mjög tilfinn-
ingarík. Hún var enn fegurri úti í sólskin-
inu og um leið og honum datt hótunin í
hug, er unnusti hennar hafði fengið, fór
hann að velta því fyrir sjer, hvernig hún
mundi taka því, ef ógæfuna bæri að höndum.