Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Síða 28
58
NÝJAR'KVÖLDVÖKUR
»Hann sefur úti í hesthúsi. Hann er
drukkinn, asninn sá arna,« mælti Rieardo.
Ameríkumanninum virtist sem allir þessir
Sikileyingar væru nauðalíkir hver öðrum.
Þeir voru allir æfintýralegir og honum fanst
búningur þeirra minna á grímubúninga, þar
sem allir væru klæddir eins og glæpamenn.
Sumir höfðu eyrnahringa eins og sjóræn-
ingjar, aðrir höfðu vafið sjölum um höfuð
sjer til að leynast. Hann sá það glögt,
hversu auðvelt það var fyrir fámennan hóp
manna, er hafði ilt í huga, að blandast öll-
um þessum sæg. En skynsemi hans sagði
honum að það væri heimskulegt, að láta
sjer detta slíkt í hug. Hann hafði látið æsa
sig upp með kerlingaþvaðri.
Hálftíma síðar, er hann enn horfði á dans-
inn af veggsvölunum, kom Margherifa til
hans og honum virtist í fyrstu sem hann
fyndi á henni grun um, að eitthvað ilt væri
í vændum, en fyrstu orð hennar gerðu
hann rólegan.
»Kæri vinur, jeg saknaði yðar,« mælti hún
»en jeg gat ekki sloppið í burtu fyr en nú «
Hún gekk nær honum og mælti: »Er nokk-
uð að? Þjer virðist svo hnugginn í kvöld.
Jeg veit það ekki, en jeg er hrædd um, að
þjer sjeuð ógæfusamur.«
Hann svaraði hikandi: »Má vera að svo
sje. Jeg — veit ekki.«
»Það er vegna stúlkunnar, sem þjer sögð-
uð mjer frá um daginn?«
»Sennilega. Jeg er mesti kjáni.«
»Segið það ekki. Ef til vill er það í síð-
asta sinn, sem jeg fæ tækifæri til að vera
ein með yður.«
»Mjer þykir vænt um,« hrópaði hann með
rödd, sem gerði hana hrædda, »mjer þykir
vænt um það yðar vegna. Jeg hefi reynt
að draga eigi úr gleði yðar, en það hefir
kostað mig áreynslu.«
»Við konur sjáum slíkt. Martel — sem
er mesta barn — grunar ekkert, og þó hefi
jeg, sem heíi þekt yður'sVamma’stund, lesið
leyndarmál yðar. Það er hamingja vor, sem
hryggir yður.«
»Nei, nei! Jeg er ekki þannig gerður.
Jeg tek þátt í gleði ykkar. Jeg vona að hún
haldist sem lengst.«
»Mætti jeg fá eina ósk uppfylta, yrði hún
sú, að henni þætti einhvern tíma eins vænt
um yður eins og mjer um Martel. Og hver
veit. Ef til vill verður það. Jeg finn, að
það verður þannig.«
»Þjer eruð mjög góðar,« tókst honum að
segja. Og hann bar hendi hennar upp að
vörum sjer og kysti á hana. Skömmu síð-
ar fór hún og Savigno kom og geispaði
langan.
»Dio!« hrópaði hann og gretti sig. »En
hvað ættingjar hennar eru leiðinlegir. Jeg
áfelli þig ekki, þótt þú færir. Veslings vinur
minn! Þú ert píslarvottur, að þurfa að þjást
svo fyrir mína sök.«
»Mjer hefir þótt mjög gaman, einkum
hjerna úti,« mælti Norvin. »Jeg sá þá dansa
dans áðan, sem jeg hjelt að væri »faran-
tellan«. Þeir sfukku eins og skógarguðir,
bændurnir.«
»Já, og þeir halda áfram lengi enn. Jeg
er hræddur um, að Donna Teresa komist
ekki eins snemma í hátfinn og vant er. En
sá dýrðardagur! Það er himneskt að gera
öðrum glaða stund. Það er ein af seinni
uppgötvunum mínum.«
»Mundu eftir morgundeginum.«
»Trúðu mjer, að jeg hugsa ekki um ann-
að. Það er þess vegna, sem við verðum
að fara að leggja af stað. Við getum ekki
beðið eflir flugeldunum, þótt við vildum.
Það er langur vegur til Martinello og við
þurfum að fara snemma á fætur í fyrramálið.
Þú hefir víst engum mótmælum að hreyfa?«
»Þvert á móti. Jeg ætlaði einmitt að nenia
þig burt með valdi, nauðugan, viljugan.«
»Þá ætla jeg að?'!áta"'iIppolito Sækja
hestana.«