Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Side 34

Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Side 34
g4 NYJAR KVÖLDVÖKUR vill lítilshátlar um daga Pjeturs biskups Niku- lássonar (1391 — 1411, erlendis að minsta- kosti frá 1401). Piír þessara biskupa voru enskir, Jón Vilhjálmsson Craxton, Jón Blox- vich og Robert Wodborn (1426-1441), en sjö norrænir. — Sumir þessir menn dvöld- ust erlendis í biskupsdómi sínum, og tveir þeirra komu aldrei hingað til lands, þeir Jón Bloxvich og Robert Wodborn (1435— 1441). SKRÍTLUR. Hvor var meiri? Dag nokkurn sátu tveir Ameríkumenn saman og ræddu um, hvaða borg í Bandaríkjunum væri niest. Annar, sem var frá New-York, lijelt peirri borg fram og kvað hana vera fremst allra borga. Hinn, sem var frá Chicago, hjelt, eins og eðlilegt var, mest með þeirri borg. „Well!“ segir maðurinn frá New-York. „Jeg skal nefna dæmi. í gærmorgun, pegar jeg var að fara til vinnu minnar, gekk jeg fram hjá stóru, opnu svæði, þar sem margir verkamenn voru að grafa fyrir nýju húsi. Jeg skeytti ekki neitt frekar uin petta og hjelt áfram leiðar minnar, en hver fær lýst undrun minni, þegar jeg klukkan 5 sama dag gekk þar fram hjá og par var ekki eins og venjulega autt svæði, heldur stórt 25-Iyft hús al- gerlega fullsmíðað." Maðurinn frá Chicago lítur á vin sinn, brosir ofurlítið og segir: „Ó-já, petta er „allright“. Pað minnir mig á nokkuð, sem kom fyrir mig og ekki er ólíkt pessari sögu pinni. Það var lika snemma dags, pegar jeg var að fara til vinnu, að jeg rjett fyrir utan götudyrnar hjá mjer hitti nokkra verkamenn, sem voru að undirbúa sig að byggja 25-Iyftan „skýskafa", en af pví að sllk hús eru bygð daglega í Chicago, veitti jeg pessu enga eftirtekt, en hjelt.leiðar minn- ar til skrifstofunnar. Þegar jegjeftir vinnuhættur klukkan 5 gekk sömu leið heim, var mjer næstum pví ómögulegt að komast pangað, pvi að gatan var gersamlega öll pakin húsgögnum. Þetta voru húsgögn Ieigjendanna i hinum nýja „skýskafa", sem byrjað var að byggja um morguninn, er bornir höfðu veriðjút af eigandanum vegna ógoldinnar húsaleigu." Með fyrirvara. Prófessor nokkur hafði heyrt, að veitinga|)jónar hefðu venjulega sjerlega gott minni og eftirtekt. Til pess nú að vita vissu sina i pessu efni, gekk hann inn á veitingahús eitt, par sem fult var af gestum, keypti sjer glas af öli, drakk pað og kall- aði svo á pjóninn. Eftir að hafa borgað ölið, mælti hann: „Gerið nú svo vel og rjettið mjer hattinn minn.“ Þjónninn gekk undir eins að hattahenginu, par sem nokkrir hattar hjengu, tók hatt prófessorsins og færði honum. „Eruð pjer nú alveg viss um að petta sje minn hattur?" spurði prófessorinn. „Nei,“ svaraði pjónninn. „Nú, en hvers vegna fáið pjer mjer hann pá?“ „Af pvi að petta er hatturinn, sem |)jer voruð með, pegar pjer komuð inn,“ mælti pjónninn. Presturinn hefir með hrygð veitt pvi eftirtekt, að Lars Hansen kemur hjer um bil aldrei i kirkju, og pegar [hann pess vegna mætir honum einu sinni á pióðveginum, stöðvar hann Lars og ávítar liann fyrir vanrækslu hans í pessum efnum. „Þjer hugsið ekki um annað en præla og præla og safna jarðneskum fjármunum, Lars Hansen," segir liann. „Hvað haldið pjer nú að verði af öllu pessu, semrpjer hafið safnað saman, pegar pjer eruð dauður?“ „Þá verður víst haldið uppboð," segir Lars Hansen.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.