Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Page 3

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Page 3
Nýjar kvöldvökur © Júlí—september 1952 • XLV. ár, 3. hefti Margrét Sigfúsdóttir: Valgerður. (Framhalcl). Þegar Skúli kom út fyrir samkomuhúss- dyrnar um kvöldið, datt honum fyrst í hug að bíða þar einhvers staðar nálægt eftir Valgerði og fylgja henni síðan heim. Göt- una var þó ekki hægt að banna honum. En hann hvarf samt óðar frá þessu ráði. Þetta var að ganga í berhögg við hana og sarna sem að afsala sér allri sigurvon. Hann ráfaði heim á leið, svo gramur og hryggur, að þannig hafði liann aldrei áður verið. Hann hafði hlakkað svo mikið til að vera með Valgerði í kvöld, og svo fór það svona. En var hann ekki heimskingi að fara strax af dansleiknum? Einhver tilviljun liefði ef til vill getað borið hana í faðm hans, hefði hann verið kyrr og lteðið eins lengi og litin. Og það var sennilega líka vitlaust að vera svona bráðlátur að bjóða lienni óðar í dans. Hann hefði átt að gaspra við hana eitthvert gamanmál fyrst og láta sem sér væri ekkert sérlega umhugað, að hún dansaði. Hann nam staðar á götunni. Atti hann að snúa við aftur? Nei, þá yrði liann til at- hlægis um langa hríð. — Þaðan sem hann nú var kominn, blasti við hús þeirra feðga, og honum varð litið þangað. Hvað var þetta! Það var ljós í glugga í lians herbergi. — „Ella!“ sagði hann hálfhátt og gekk rak- leitt lieim. Þegar hann opnaði hurðina á herbergi sínu, sat Ella við borðið og las í bók. Htin hrökk við og henti bókinni á borðið. „Skúli!“ Þú kominn heim strax! Ertu veikur?" Hann brosti hálf vandræðalega: „Nei, flónið þitt, en trúirðu því nú, að ég uni mér hvergi nema lijá þér!“ „Það er ómögulegt, — og fara af dansi, þó ég væri þar ekki?“ „Já, þarna sérðu það.“ Hann greip hana í fang sér, og hún hallaðist að öxl hans. „Kom liún ekki?“ hvíslaði hún aðeins heyr- anlega. „Jú, ég held nú það, svört eins og nóttin. En ég dansaði ekki einn einasta dans við hana, svona saknaði ég þín mikið. — Og nú fæ ég einn lítinn koss í staðinn.“ Hann laut að henni og þrýsti kossi á varir hennar, „og svo langar mig til að fara á sprett með þig unr gólfið." Hann blístraði danslag og steig nokkur spor. Ella reif sig óðara lausa: „Ertu alveg vitlaus! Hvað heldurðu, að Arnrna gamla segði, ef hún heyrði þig dansa hérna inni? Hún yrði ekki lengi að upp- götva, að þú værir ekki einn!“ „Veit hún nokkuð?“ spurði Skúli. „Það vona ég ekki sé. Og til frekari lull- vissu fer ég nú.“ Og að svo mæltu var hún svil'in út um dyrnar létt og hljótt eins og andi. Hann stóð kyrr á miðju gólfi og reyndi að átta sig. „Því gerði nú stelpan þetta? Ég hélt að hún ætlaði að dvelja leng- ur hjá mér.“ Þá opnaðist hurðin hljóðlaust, og bros- 11

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.