Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Side 5
N. Kv.
VALGERÐUR
83
Guðlaug skríkti: „Mér er sagt, að það hafi
eina sinni verið keisari nokkur með þessu
nafni, sem vildi, að öll höfuð á þegnum
sínum sætu á einum liálsi, svo að hann gæti
höggvið þau af í einu höggi.“
„Þér meinið víst Caligúla, en hvað kem-
ur það Skúla við? Ekki er hann illmenni."
' „Nei, mikii ósköp, hann er nú of mikið
daúðýfli til þess; en ég veit samt, að hann
viidi, að öll kvenhöfuð sætu á sama hálsi,
svo að liann gæti kysst þau öll í einu!“
„Hefur hann reynt að kyssa yður?“ spurði
Valgerður.
„Ó, ekkí, það væri nú líka meiri haninn,
sem ekki léti fimmtugar konur í friði. —
En þér voruð honum mátuleg!“
„Hver hefur sagt yður, að ég hafi ekki
viljað dansa við hann?“
,,0, ég sá það sjálf, blessaðar verið þér,
ég er oft, þegar dansað er, í þrönginni
frammi við dyrnar, og það var líka núna.“
Valgerður varð alvarleg á svip og sagði:
„Þér ættuð nú alveg að liætta því að upp-
n.efna fólk, það hefur oft hlotizt illt af því,
en aldrei neitt gott. Og ef þér hafið gaman
af að horfa á dans, skuluð þér aðeins gera
það, en vera ekki að búa til eitthvað og eitt-
Iivað, sem þér eruð ekki vissar um. Ég skil
ekki í, að Skúli hafi neitt til þess unnið, að
þér hæðist að honum.“
Guðlaug nam staðar með bolla á miðri
leið upp að munninum, og undrunin skein
út úr andliti hennar:
„Er yður þá svona annt um Skúla?" varð
henni á að segja.
Valgerður sneri sér undan við eitthvað,
sem hún var að lagfæra í stofunni, en er
hún leit til Guðlaugar aftur, brosti hún og
sagði:
„jMér er svona annt um yður, að ég ætla
að reyna að venja yður af því að uppnefna
fólk. \;ið viljum ekki láta tala þannig um
okkur, og eigum því ekki að gera öðrum
það,“
Guðlaug ieit undan, hálf sneypuleg, en
spurði svo allt í einu: „Hvað á ég nú að
borga yður?“ og tók um leið léreftsdulu
upp úr vasa sínum, en innan í henni hafði
hún mismunandi stóra aura.
„Ekki neitt að svo stöddu. Þér komið aft-
ur til mín að degi liðnum, þá tek ég frá
hendinni og vona, að þér þurfið ekki að
koma oftar til mín hennar vegna.“ Guðlaug
stóð upp og bjóst til ferðar.
„Jæja, ég þakka innilega fyrir veitingarn-
ar og lækninguna."
„Það er ekkert að þakka,‘ ‘sagði Valgerð-
ur, „ég býst við, að yður liafi ekki fundizt
ég vera mjög vingjarnleg,“ Valgerður brosti
til hennar.
„Jú. þér eruð ekkert annað en það, sem
gott er, og þess vegna — nei, ég ætla nú að
þegja, og verið þér blessaðar og sælar.“
Dagarnir liðu liver öðrum líkir að ytra
útliti manna á milli, en rnargt gerðist þó
á hverju heimili, og spunnust víða þræðir
í sögu vora. Skúli og Valgerður sáust alloft,
er þau gengu um þorpið. Hann var jafnan
kurteis, og oft átti hann samleið með henni.
Aldrei minntust þau á dansleikinn góða, og
hann gætti þess vel að láta tilfinningar sínar
gagnvart henni ekki koma í ljós, og hafði
hún því oft gaman af viðræðum hans. Jens-
sen heimsótti liana einu sinni, „til þess að
fullvissa sig urn, að henni liði vel“. Hún
veitti honum kaffi, og að lokum bað hann
hana að heimsækja þá feðga eins oft sem
hana lysti, þeim væri það ánægja. Valgerður
tók lítið undir þetta og lnaðaði ekki þeirri
heimsókn.
Þær Oddný voru nú orðnar vel kunnug-
ar, og furðaði engan á því, enda var Sól-
björt oft hjá Valgerði. Hún kom oft til Jó-
hanns gamla, og þráði hann mjög komur
hennar eins og skemmtilegs vinar, því að
hún var jafnan glöð og uppörvandi, þótt
henni vöknaði stundum um augu, þegar
hann sagði henni frá æsku og bernsku Jó-
n*