Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Page 16

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Page 16
94 ÖÐRUVÍSI EN AÐRAR, OG ÞÓ. . . . N. Kv. sauraa á þig nýjan samkvæmiskjól, og hafa liann tilbúinn fyrir næstkomandi laugardag. — Hvers vegna þarf ég nvjan samkvæmis- kjól? andmælti Gréta. — Ég á þó enn græna, þunna kjólinn. — En góða barn, hann fékkst þú síðast- liðið vor, og liann er vafalaust ekki lengur í tízku, þar sem nú eiga að vera naktar axlir og tilbúnar mjaðmir. En svo er þó hamingj- unni fyrir að þakka, að þú hefur mjótt mitti, en það er einmitt það, sem tízkan krefst. — Gréta andvarpaði við tilhugsunina um að þurfa að máta kjólinn, því að það var eitt- hvað með því óskemmtilegasta, sem hún gerði. Þó gat hún ekki sagt við móður sína, aðhún þyrfti ekki nýjan kjól, því að hún sá, að ekki varð hjá því komist að fara til veizl- unnar, nema með því að gera móður sinni leiðindi. Henni féllu síðir kjólar ekki í geð, því að luin hafði það á tilfinningunni, að þeir mundu vefjast um fætur henni, og að hún mundi þá og þegar detta, þegar hún færi að ganga eða dansa. Móðir hennar hafði einmitt séð svo um, að hún kæmist á dans- skóla, þegar hún var lítil, og hún hafði í raun og veru gaman af að dansa, því að hún var fædd með þeim hæfileika að geta skil- greint hljóðfallið. En að fara í veizlu, þar sem átti að dansa, var henni fremur ógeð- fellt. Og bæri það við, að klúbbfélagar henn- ar færu á þess konar dansskemmtanir, fannst henni það í sjálfu sér mjög heimskulegt af þeirn, að þveytast urn dansgólfið ýmist með þessa eða hina stúlkuna í fanginu. — Komi ekkert óvænt fyrir, þá kem ég á laugardag- inn, hafði hún sagt. En þær gátu verið vissar um, að luin mundi leitast við að láta hið óvænta henda, svo að hún komist lijá að fara til þessarar viðbjóðslegu veizlu þeirra, hugsaði Gréta í reiði sinni. — Mary á líka að fá nýjan kjól, sagði ung- frú Nyman mér. Frú Lundberg Irefur keypt Lamé. En það þykir mér ekki sæmandi fyrir ungar stúlkur. En það verður vitanlega tjaldað öllu, sem liægt er, til að ná í þennan verkfræðikandidat, sem svo rnikið er talað um. En allt í einu skaut upp í huga Grétu augnaráði því, sem frú Lundberg hafði sent búningi hennar, þegar þær hittust á göt- unni. Hún klemmdi saman varirnar, og jafnframt gáfu augu hennar til kynna, að hún mudi hala tekið fasta ákvörðun; það kom í þau sams konar glampi, sem félagar liennar úr sports-klúbbnum könnuðust svo mæta vel við, og sem þýddi það, að hún var ákveðin í að berjast. Hún sneri sér því að móður sinni og sagði, henni til mikillar furðu: — Já, Jretta er víst alveg rétt hjá þér; ég Jrarf einmitt að fá nýjan samkvæmiskjól. Segðu ungfrú Nyman, að ég komi árdegis á morgun, J>egar ég kem af skíðaæfingunni, til að máta kjólinn. Já, Jrað var áreiðanlega dálítill vottur af áhuga í rödd hennar, og frú Bergmann, sem hafði búið sig undir mótmæli frá Grétu, varp öndinni feginsamlega. En skömmu síð- ar, þegar Gréta var komin inn í herbergið sitt, var allur áhugi lrennar fokinn út í veð- ur og vind, og hún sá eftir að hafa gefið sam- J)ykki sitt til, að þessi kjóll yrði saumaður. Jafnvel þótt kjóllinn yrði á margan hátt dá- samlegur, mundi hún aldrei verða annað en svipur hjá sjón, samanborið við Mary í hennar glæsilega búningi. Mary yrði vissu- lega alltaf sú fremsta. En hvað gerði Jrað annars til, hún þurfti svo sem ekki að fara, Jxitt kjóllinn yrði tilbúinn; á þá lund hugs- aði Gréta, yppti öxlum og hætti siðan þess- um lnigleiðingum. Morguninn eftir, Jjegar Gréta var á heirn- leið frá einni þessara daglegu skíðaiðkana sinna, kom hún brunandi niður eftir skóg- arstíg nokkrum, án Jtess að veita Jtví athygli, fyrr en um seinan, að annar skíðamaður var kontinn í veg fyrir hana. Trén lokuðu allri útsýn, og á Jtessari flugferð var engin leið fyrir hana að stöðva sig. Það varð ekki kom- ist hjá árekstri; og hann varð svo harður, að

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.