Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Qupperneq 20
98
OÐRUVÍSI EN AÐRAR, OG ÞÓ. . . .
N. Kv.
að gera, sagði Einar Lind, hnugginn. — En
hvernig sem allt fer, þá lofið því að koma
með mér á skíði síðdegis á morgun.
— Svo framarlega að ég verði vöknuð um
það leyti, þá kem ég.
— Kjóllinn er alveg Ijómandi, en hvers
vegna í ósköpunum lítur þú út eins og þú
ætlaðir að vera við jarðarför, sagði frú Berg-
mann, þegar Gréta hafði haft íataskipti um
kvöldið. — Ef þú verður alltaf með þennan
svip, getur þú ekki búizt við að skemmta þér
í kvöld.
— Skemmta mér, hreytti Gréta út úr sér.
— Mig langar ekkert til að skemmta mér.
— Bíddu bara þangað til þú hittir þann
rétta, þá muntu skipta um skoðun á þessu
efni.
— Þann rétta? Gréta varð þess samstundis
vör, að hún roðnaði, og sneri sér því skyndi-
lega undan, svo að móðir hennar sæi það
ekki. Henni varð hugsað til þess, ef að Einar
Lind hefði líka verið í þessu samkvæmi, þá
hefði hana langað til að vita, hvernig hon-
um hefði geðjast að henni í þessum nýja
kjól. En um álit þeirra, Gunnars, Áka og
Vilhjálms, stóð henni alveg á sama. Þýddi
þetta að Einar væri — nei, þetta eru einungis
hugarórar, hugsaði Gréta og varð hneyksluð
á sjálfri sér. Sá rétti var einungis rómantískt
orðátiltæki, sem hentaði ekki nútíma
íþróttaæsku.
Þegar Gréta kom í anddyrið á húsi Lund-
bergshjónanna, hitti hún eina af skólasystr-
um sínum, Ingu Viklund að nafni. Hún
hafði þegar heilsað fjölskyldunni, en var nú
þarna stödd og bar duft á andlit sér, sagði
við Grétu dálítið kímileit:
— Þú mátt reiða þig á, að Mary er í essinu
sínu núna. Henni hefur sem sé tekizt að ná
tangarhaldi á nýja verkfræðingnum og
liangir nú utan í honum, svo að hann kemst
ekki þversfótar fyrir henni. Honum geðjast
ef til vill vel að henni. Hún lítur að vísu
mjög vel út, og þó að hún stígi ekki í vitið,
þá gerir það ef til vill ekki svo mikið til.
— Sé það svo, verður hann auðvitað sjálf-
ur að sjá fyrir því, sagði Gréta kæruleysis-
lega, og fór með vinstúlku sinni inn í her-
bergi það, þar sem húsbóðirin tók á móti
gestum sínum.
— Hvað virðist þér nú, sagði Inga. — Það
er ekki hægt að lá Mary. Að segja, að verk-
fræðingurinn ungi sé ekki yndislegur, væri
sama senr að segja, að reyniber væru súr, eða
finnst þér það ekki?
Grétu varð litið í þá átt, sem Inga horfði,
og hún næstum stirðnaði upp. Ungi maður-
inn hávaxni í smokingnum, sem Mary hafði
sér \ ið hönd, var enginn annar en Einar
Lind. Var þetta maðurinn, sem Inga var að
tala um, að Mary héngi utan í? Á sama
augabragði kom Mary auga á hana, og gekk
hún nú til hennar með Einari Lind.
— Ó, hvað það var inndælt, að þú gazt
komið, Gréta! Má ég kynna þig fyrir Lind
verkfræðingi.
— Ég þakka, sagði Einar Lind brosandi,
— en ég held, að það sé óþarfi. Við erum
gamlir kunningjar.
— Þekkir þú Lind verkfræðing? Hvers
vegna hefur þú ekki sagt mér það? sagði
Mary stórmóðguð.
— Ég vissi ekki, að ég ætti að segja sér-
hverjum, hverja ég þekki, sagði Gréta. —
Mary renndi óhýru auga til hennar, og sagði
því næst við Lind verkfræðing, án þess að
virða Grétu viðlits:
— Ég á fleiri vini hérna, sem mig langar
til að þér heilsið.
Og að því btinu dró hún hann með sér,
án þess að hann gæti sagt nokkurt orð við
Grétu. Hún stóð í sömu sporum og horfði á
eftir þeim með samanklemmdar varir. Já,
einmitt, það var þá Einar Lind, sem var sá
útvaldi. Og nú mundi Mary vissulega leggja
sig alla fram til að klófesta hann. Nú, jæja,
væri hann svo heimskur, að hann yrði ást-
fanginn al’ Mary, þá átti hann ekki betra
skilið, hugsaði Gréta.
Meðan á máltíðinni stóð, var verkfræð-