Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Síða 22
100
ÖÐRUVÍSI EN AÐRAR, OG ÞÓ. . . .
N. Kv.
hóf bónorð sitt til hennar — Grétu. Og við
þessa tilhugsun gat hún ekki varizt hlátri.
— Hvers vegna hlærðu? sagði Einar
Lind, ofurlítið móðgaður. — Virðist þér
hónorð mitt eitthvað hlægilegt?
— Fyrirgefðu, sagði Gréta, full iðrunar,
— en þú hlýtur að sjá það sjálfur, að þetta er
næst'a broslegt, að þú sem ert eftirsóttastur
allra ungra manna í Stenby, skulir biðja þér
fyrir konu ómögulegustu stúlkunnar í
Stenby, sem liefur ekki til að bera kvenlegan
yndisþokka fyrir svo mikið sem tvo aura.
— Og hverju svarar svo ómögulegasta
stúlkan í Stenby bónorðinu?
— Hún svarar auðvitað nákvæmlega
gagnstætt því, sem aðrir mundu búast við
af lienni; hún svarar því játandi, sagði Gréta
hljóðlátlega, um leið og hann vafði hana að
sér.
Endurminningar
Kristjáns S. Sigurðssonar.
Ágrip af sjálfsæfisögu.
(Niðurlag).
Ég hefi áður getið þess, að Lovísa hafi
verið góð húsmóðir. Hún var mér rneira en
það, því að hún var mér eins og bezta móð-
ir, og það var hún öllum hjúum sínum.
Enda gerði ég allt, sem í mínu valdi stóð,
til að þóknast henni, og marga snúninga fór
ég fyrir' hana. Hún var ein af þeim konum,
sent birgði sig upp á haustin með mat til
ársins. Kjöt hafði hún æfinlega svo mikið,
að það náði saman, þar til nýtt kjöt fékkst
á haustin. Hún lét nrig salta allt kjöt sitt.
Og oftast nær lét hún mig taka það til í
matinn. Þó hafði hún tvær vinnukonur, og
alltaf þær sömu. Báðar voru þær ágætar
stúlkur. Og þó sagði hún stundum, að það
væri eins og ég vissi betur en þær, hvað
mátulegt væri að sjóða í einu.
Alatarvist lijá henni var nreð afbrigðum
góð. Og hún hafði alveg sérstakt lag á að
gera matinn kraftmikinn og hollan. Hún
sagði oft: ,,Það verður að koma döngun í
þessa unglinga, svo að þeir hafi krafta til
að vinna.“ — Og aldrei fannst henni við
borða nógu mikið. Hún kom líka döngun
í mig. Þegar ég kom þangað, var ég að vísu
fullvaxinn; en ég var kraftalítill og heldur
væskilslegur. En er ég fór þaðan, var ég með
allra sterkustu mönnum.
Það kom stundum fyrir, að mér áskotnað-
ist 1—2 krónur fyrir að lyfta einhverju, senr
aðrir gátu ekki lyft. Einu sinni kom Ólafur
Daníelsson, systursonur Lovísu, heim úr
Latínuskólanum og hélt til hjá þeinr hjón-
um nokkrar vikur. Með honunr var Mattlrí-
as Einarsson, sem líka var heima í fríi. Þeir
voru kátir piltar og skemmtilegir og voru
með alls konar leiki og íþróttir, og hafði ég
ganran af að vera með þeinr, því að þá lrafði
ég fengist olurlitla ögn við íþróttir.
Einu sinni voru þeir að reyna sig á að
lyfta steini. En hvorugur þeirra kom hon-
um hærra en á knén. Bjóðast þeir þá til að
gefa nrér sína krónúna livor, ef ég geti jafn-
liattað steininn. Gerði ég það lriklaust og
fékk fyrir það tvær spegilfagrar silfurkrón-
ur. Annað sinn voru nokkrir menn að reyna