Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Page 31
N. Kv.
SVEINN SKYTTA
109
■og hann sagði frúnni, að hann hefði staðið í
leyni fyrir aftan gamla linditréð hjá lysti-
húsinu og lieyrt allt, sem fór á milli ykkar
jungfrúarinnar."
Sveinn sneri sér að Ib, hann hleypti brún-
um, en stillti sig samt vel, settist niður á
bekkinn og nrælti:
„Jæja, jæja, hann mátti svo sem heyra
það, það er svo sem ekki það versta.“
„Nei, sei-sei nei,“ sagði Ib samþykkur,
hitt var verra, að hann hló svo háðslega að
þessu, en verst var, að ég var albúinn að ráð-
ast á hann og lumbra á honunr fyrir slaðrið.
En svo datt nrér í hug, að það sæmdi ekki
varðstjóra né fallega kuflinum mínum, og
þess vegna lét ég þrælinn sleppa. Sanrt murrt
þú ekki búast við því, mágur minn, að þar
með sé þessu lokið.“
„Við hvað áttu nreð þessu?“
„Við skulum nú láta það eiga sig,“ svar-
aði Ib og brosti ánægjulega. „Það er nú mitt
leyndarmál, sem ég mun geyma jafnvel og
þú þín. Eg geng mína götu, og svo getur þú
Irlegið að mér eða látið það vera; en síðan
ég fékk þessa múndéringu, er ég orðinn all-
ur annar nraður. Eg ætla að ljúka afrekum
mínunr upp á eigin spýtur og gera eitthvað
fyrir þig, svo að þú nregir lrafa ánægju af
nrági þínum. Já, sjáðu nú til, Sveinn nrinn
góður, þannig er nú leyndarmáli nrínu far-
ið.“
„En fyrst þú hugsar þér að gera eitthvað
fyrir mig,“ nrælti Sveinn, „þá finnst mér
samt. . . . “
„Uss, segðu nú ekki nreira,“ greip Ib franr
í. „Þú hefur gert svo nrikið fyrir mig, svo
að ég kænrist vel áfranr í heiminum og gæti
orðið eitthvað mikið, og nú ætla ég líka að
gera eitthvað fyrir þig, svo að ást þín fái
framrás. — Jú, einmitt það!“ bætti hann
við, er Sveinn greip aftur fram í, „og það
skal heppnast, því að það, senr ég lref í lruga,
er mín eigin hugsnríð og afar vel útspekúler-
uð.“
Ib vafði nú utan um bréf sitt, tók af sér
svuntu Önnu Maríu, kinkaði kolli til Sveins
og fór út. Sveinn sat eftir á ömurlegu ofur-
valdi hugsana sinna.
Síðdegis sanra dag sást varðstjórinn konra
skálmandi ofan að Jungslroved. Hann stik-
aði stórunr, var hnakkakerrtur og hafði
lrneppt að sér kuflinum. Hann nam staðar
inni í húsagarðinum og leit brosandi yfir að
hundahúsinu og drap höfði íbyggilegur á
svip, eins og væri hann að rifja upp fyrir sér
endurminningarnar um kvöldið góða, er
lrann bjargaði hér lífi Sveins. Svo hélt lrann
áfranr og gekk upp hallarþrepin.
Sá fyrsti, sem Ib hitti, var Körbitz riddari.
Hann var á útleið. Ib heilsaði honum borg-
inmannlega og mælti svo:
„Yðar náð nryndi gera góðverk með því
að sjá svo til, að ég næði tali af ungfrú Pars-
berg.“
„Hver eruð þér?“ spurði Körbitz lrissa.
„Varðstjóri Hans Hátignar," svaraði Ib.
„Kannist þér annars ekkert við mig, strangi
herra?“
„Ég veit ekki til, að við lröfunr hitzt áð-
< <
ur.
„Jú, einu sinni," svaraði Ib brosandi.
„Hvenær var Jrað?“ spurði Körbitz for-
viða.
„Við urðunr samferða spölkorn, um þær
mundir, senr þér fóruð gangandi víðs vegar
unr landið með lrakpoka yðar. Það var áður
en Jrér urðuð riddari, og ég var þá enn
flökkumaður," sagði Ib með látalætis ein-
feldni.
„Og í hvaða erindum kemur þú lringað í
dag? Ekki býst ég við, að þú lrafir kynnzt
ungfrú Parsberg á ferðalagi?“
„Nei, ég á aðeins smávægilegt erindi við
Irana.“
„Ég er efins unr, að hún vilji veita Jrér
viðtal. En Jrarna er þerna hennar að koma,
og geturðu borið upp erindi þitt við hana.“
Ilr tók samanbrotið bréf upp úr vasa sín-
unr og gekk á nróti stúlkunni.
„Ég þarf endilega að ná tali af ungfrúnni