Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Síða 32
110
SVEINN SKYTTA
N. Kv..
þinni, vina litla,“ sagði Ib. „Hinn strangi
herra þarna telur, að það muni ekki takast,
en það held ég nú samt, ef vina litla vill að-
eins færa lienni þennan miða.“
Körbitz liafði staldrað við og heyrt, hvað
Ib sagði við þernuna. Og Ib hafði verið svo
ákveðinn í tali, að riddarann tók að gruna
margt.
Þernan leit glaðlega til varðstjórans og
fór síðan inn aftur. Körbitz fór á eftir henni.
„Bíddu olurlítið!' ‘sagði Körbitz, er þau
kornu inn í hallarganginn. „Veslings varð-
stjórinn þarf svo endilega að ná tali af ung-
frúnni, að ég vil gjarnan hjálpa honum.
Fáðu mér þetta bænarbréf hans, svo skal ég
fara með það. Svo máttu eiga þessa skildinga
í staðinn!“
Þernan fékk Körbitz bréfið og tók við
silfurskildingnum og laut niður og kyssti
kápuflík lians. Síðan livarf hún á brott.
Riddarinn gekk út í gluggaskot eitt og opn-
aði bréfið. Hann rak upp lágt undrunaróp
og brosti sigri hrósandi og lymskulega. Síð-
an gekk hann með bréfið inn til Júlíu.
Ib glotti í laumi og hugsaði með sér:
„Nú heldur sá þýzki náungi, að hann geti
leikið á mig, hann talar við stúlkuna og les
bréfið, en ég var við þessu búinn og lét hana
því fá bréf, sem við átti.“
Körbitz kom brátt aftur og liafði sett upp
mjög alúðlegan svip, er hann sagði við Ib:
„Þú getur komið með mér, varðstjóri! Ég
skal fylgja þér inn til ungfrúarinnar. Ég er
búinn að leggja þér liðsyrði við hana.“
Körbitz opnaði fyrir honum inn í næsta
herbergi. Þegar á leiðinni inn fann Ib til
kvíða og lmgleysis. Og er hann sá Júlíu
Parsberg, leit hann niður og horfði feimnis-
lega á tíglótt gólfið. Hann kiknaði í herðum
og varð allur fyrirferðarminni frammi fyrir
þessari fölu og grannvöxnu hirðmey, sem
náði varla með höfuðið upp yfir bakið á
stóra eikarstólnum, sent hún sat í úti við
gluggann.
„Náðuga ungfrú!" sagði Ib hikandi, en
rnundi þó eftir að halda liatti sínum þannig,.
að hin glæsilega hegrafjöður væri sýnileg.
„Þér þekkið mig víst ekki aftur?“
„Nei, vinur minn!“ svaraði Júlía.
„Ég lief breytzt nokkuð í útliti og einkum
þó í klæðaburði, síðan ég kom hingað í höll-
ina í fyrsta sinn. Þá kom ég með systur mína
Önnu Maríu og leiddi hana hingað inn, sök-
um þess að hin sæla frú Kristín, móðir yðar,
vildi að Anna yrði þerna yðar og hét oss því
hátíðlega að reynast henni náðug húsfrú."
Er svo langt var komið, þagnaði Ib og tók
andann á lofti og varð orðavant.
„Nú jæja,“ mælti Júlía, — eruð þér ef til
vill þeirrar skoðunar, að við höfum ekki
haldið heit þetta?“
„O jú, að vísu — á yðar hátt,“ mælti Ib.
„Anna María var hér látin giftast Sveini
Gjönge. Ég þarf víst ekki að skýra frá,
hvernig það skeði, og hvers vegna þetta slys
vildi til.“
„Slys segið þér?“ mælti Júlía.
„Já, yður er þetta sjálfsagt bezt kunnugt.
Ég kom og sótti systur mína hingað í höll-
ina, og það var ekki eins léttbært og í fyrra
skiptið. Hingað kom hún glöð og ánægð og
vongóð um framtíð sína, ég setti rautt krít-
arstrik í bitann heima hjá okkur til minn-
ingar um þann dag. En héðan fór hún harm-
þrungin og grátandi.“
„Þú settir þá sennilega aftur strik í bit-
ann heima,“ sagði Júlía.
„Nei! Þann atburð skrifaði ég í hjarta
mér.“
„En hvers vegna ertu að segja mér allt
þetta? Líður Önnu illa, á hún við skort að
búa, og hvernig gæti ég hjálpað henni?“
„Já, víst líður henni illa,“ svaraði Ib og
andvarpaði. „En úr því getur enginn niann-
legur máttur bætt, böl sitt verður hún að
bera, unz liún verður lögð undir græna
torfu. Þér grétuð sáran, þegar Anna fór
héðan og mæltuð á þessa leið: — „Æ, Anna
mín góða, komi einhvern tíma að því, að ég
verði þess megnug að endurgjalda þér eða