Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Page 39

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Page 39
N. Kv. SVEINN SKYTTA 117 aðeins ekki, hvernig þér :rtlið að fara að því.“ „Æ, hvað ætli það sé!“ svaraði Sveinn. „Hér er svo sem ekki rnikil liætta á ferðum. Henni má meira að segja afstýra á þrjá vegn. Sá fyrsti og auðveldasti væri sá, ef Svíarnir skyldu nú þegar vera farnir, er við komum heim að Höfdingsgaard.“ „Ég efast nú, því miður, um það.“ „Jæja, þá reynum við það næsta, en það er að spjalla við þá í bróðerni, fyrst saminn er friður í landinu, og koma þeim í skilning um, að þeirn beri að haga sér friðsamlega." „Haga sér friðsamlega!" endurtók frúin hæðnislega, „og haldið þér, að það sé nokk- ur hjálp í því?“ „Nei, frú!“ svaraði Sveinn, „það held ég alls ekki, en þá höfum við hugsað okkur að beita valdi. Það er þriðja aðferðin, sem ég hafði í huga. En áður en við leggjum út í þess háttar, ætla ég að fylgja yður á öruggan stað út til Mehrn.“ Um leið og Sveinn mælti jressi orð, laut Ib áfram í söðli og hlustaði. „Það kenrur einhver ríðandi á eftir okk- ur,“ sagði hann. Sveinn leit þegar við og sá þá í sömu svifum riddara spölkorn í burtu koma eftir þverstíg í skóginum. „Jæja, þá vitunr við það, að þeir eru ekki farnir enn,“ sagði hann rólega. „Hvað ætlið þér nú að taka til bragðs?“ spurði frúin, sem smám saman varð vin- gjarnlegri, eftir því sem hættan virtist nálg- ast. Sveinn brosti. „Ég ætla að beita annarri þeirra aðferða, sem ég nefndi áðan,“ svaraði hann. Riddarinn var nú kominn svo nærri, að sýnilegt var, að fyrir framan sig reiddi hann stóran fataböggul, sem hann hafði reyrt fast- an með leðurreim. Yfir bæði skammbyssu- skeftin liafði hann hengt stóra látúnsdiska, og fyrir aftan hann var rígbundin lifandi sauðkind, sem rak upp sáran jarrnur öðru hvoru. Riddari þessi var stór vexti og lima- gildur, kolsvartur á hár og skegg, nefbreiður og kinnbeinahár og bar ótvíræðan svip slavneskrar ættar. Hattur hans skrolli aftur á hnakka, hann var rauður í andliti og þrút- inn, ruggaði í söðli og var sýnilega talsvert ölvaður. Og er hann kom enn nær, heyrðist hann syngja í sífellu: „Gebe Gott, dass es immer, es immer so vare.“#) Riddarinn varð ekki var frú Elsebeth og félaga hennar, fyrr en hann var kominn rétt að þeirn. Hann stöðvaði liest sinn og virtist vera í vafa um, hvað gera skykli; en svo reið hann alveg til þeirra og heilsaði konunum með riddarasverði sínu og Itélt áfram að syngja stef sitt, og að þessu sinni enn meira gjallandi og með breyttu lagi. „í Guðs l'riði, sómafólk!" kallaði hann upp, er hann hafði lokið söng sínum, og tal- aði eins konar lilending af sænsku og þýzku. „Fyrst nú er kominn friður í landinu, get- um við sennilega orðið samferða spölkorn. Mér þykir alltaf gaman af góðum félags- skap.“ „Ekki virðist nú farangur yðar og hafur- task bera þess vott, að hér sé friður,“ mælti Ib. „Æ, hvað er um það að ræða!“ svaraði riddarinn og leit hreykinn á lierfang sitt, „fáeinir fataleppar, ofurlítið innanhúss- skraut og svo matarbiti. Við erum sárt þurf- andi fyrir allt þetta, og þegar maður getur ekki fengið Jrað, sem hann langar í, verður maður að sætta sig við Jrað, sem maður getur aflað sér. Það eru nii mín trúarbrögð." „Þið haldið áfram að ræna og rupla, eftir að friður er saminn?“ Riddarinn virtist ekki hafa skilið fyllilega það, sem sagt var. Hann varpaði öndinni og sagði: „Já, Jdví miður! Nú er kominn friður. En ég skyldi gjarnan láta kallúnera mig og krúnuraka, hefði þetta skemmtilega stríð *) ca: „Guð gefi, að þessu linni aldrei.“ — Þýð.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.