Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Page 4

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Page 4
Ætt frú Dóru Þórhallsdóttur Dóra Þórhallsdóttir er fœdd i Reykjavík 23. febrúar 1893. Foreldrar hennar voru Þórhallur Bjarnarson biskup og kona hans Valgerður Jónsdóttir. Frú Valgerður hafði misst föður sinn i frumbernsku, og var fóslruð upp af Tryggva Gunnarssyni og konu hans Halldóru Þor- steinsdóttur. Frú Dóra hefur minnzt œskuheimilis síns i Kirkjuritinu i des. 1955. Stóð hún ung fyrir heimili föður sins í Laufási. Fór t.il Svíþjóðar 1913, kynnti sér söfn og nam sœnskan vefnað. Giftist 3. okt. 1917 Ásgeiri Ásgeirssyni, sem þá hafði fyrir nokkru lokið guðfrœði- prófi. Var mörg ár í safnaðarstjórn Dómkirkj- unnar i Reykjavík, í stjórn Kvennaskólans i Reykjavík óg i stjórn Lestrarfélags kvenna og siðar heiðursfélagi þess. Ætt forsetafrúarinnar er rakin hér á eftir. 1. 1. Þórhallur Bjarnarson, biskup, kv. Val- gerði Jónsdóttur. 2. Björn Halldórsson, prestur i Laufási, kv. Sigriði Einarsdóttur (3—2). 3. Halldór Björnsson, prestur á Sauðanesi, kv. Sigriði Vigfúsdóttur (5—3). 4. Björn Halldórsson, prestur i Garði í Kelduhverfi, kv. Þóru Björnsdóttur Thor- lacius (9—4). 5. Halldór Björnsson, bóndi á Hrisum i Eyjafirði, kv. Þórdisi Bjarnadóttur á Stokkahlöðum Sœmundssonar á Viðum í Reykjadal 1703 ívarssonar. 6. Björn ívarsson, bóndi í Hólshúsum i Eyjafirði, kv. Björgu Grimsdóttur í Teigi i Eyjafirði Rafnssonar á Ytri-Hallfriðar- stöðum i Hörgárdal 1703 Hallssonar. 7. lvar Björnsson, bóndi i Lönguhlið íHörg- árdal, kv. Þóru Halldórsdóttur i Fornhaga i Hörgárdal 1703 Sveinssonar. 8. Björn ívarsson, kv. Sigriði Ketilsdóttur, sem 1703 býr á Reistará í Hvammshreppi, aftur gift. 2. 1. Valgerður Jónsdóttir, kona Þórhalls bisk- ups Bjarnarsonar (1—1). 2. Jón Hallclórsson, bóndi á Bjarnarstöðum i Bárðardal, kv. Hólmfríði Hansdóttur (4-2). ^ 3. Halldór Þorgrimsson, bóndi á Bjarnar- stöðum, kv. Guðrúnu Jónsdóttur (6—3). 4. Þorgrímur Marteinsson, bó'ndi i Hraun- koti i Reykjadal, kv. Vigdísi Hallgrims- dóttur (10—4). 5. Marteinn Þorgrimsson, bóndi i Garði við Mývatn. 6. Þorgrimur Marteinsson, bóndi i Baldurs- heimi við Mývatn. Siðari kona hans, móð- ir Marteins, var Margrét Hálfdanardóttir. 7. Marteinn Sigmundsson, bóndi á Hofs- stöðum við Mývatn, 1703 i Gröf i Mý- vatnssveit. 3. 2. Sigríður Einarsdóttir, kona sira Björns í Laufási Halldórssonar (1—2). 3. Einar Jónasson, bóndi i Saltvik á Tjör- nesi. Móðir Sigríðar var siðari kona hans Sigríður Vigfúsdóttir (7—3). 4. Jónas Einarsson, bóndi á Yztafelli i Kinn, kv. Ljótunni Benediktsdóttur (11—4). 5. Einar Árnason, bóndi á Yztafelli, kv. Bergljótu Gottskálksdóttur i Fjósatungu Oddssonar. 6. Árni Bjarnason, bóndi á Lundi í Fnjóska- dal, kv. Sigriði Einársdóttur i Lundi 1703 Bjarnasonar.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.