Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Síða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Síða 15
N. Kv. SÍRA SIGTRYGGUR GUÐLAUGSSON 69 lausafé sitt ganga líka til stofnunarinnar. Mér er ekki kunnugt um, að þetta hafi komið fram fyrr. En hitt bera skýrslurnar með sér, að ár hvert stendur í tekjuhlið skólareikningsins: Gjafir frá kennurum og fyrirlesurum. Er það vitað mál, að þær gjafir voru að mestu leyti frá síra Sigtryggi sjálfum, og nema þær sum árin hœrri upp- hœð en hann reiknaði sér í skólastjóralaun. Urn þetta atriði ræðir B. Th. Melsteð í fyrr- nefndri grein og segir, að síra Sigtryggur hafi gefið skólanum samtals 23.250 kr. á ár- unum 1912—1928, eða með öðrum orðum mestöll launin, sem hann hefur fengið fyrir kennslu og skólastjórn. Svo spyr greinarhöf- undur: „Er þetta ekki einsdæmi á 20. öldinni á íslandi?“ Ég tel víst, að svo sé! En.slík fórn felur í sér sín laun. Og síra Sigtryggur naut þess að sjá skóla sinn vaxa og dafna, svo að nú er hann í fremstu röð alþýðuskóla á landi hér. Og það sem meira var um vert: í skólann komu margir úrvalsnemendur, sem síðar urðu meðal nýtustu borgara þjóðfélagsins og margir þjóðkunnir. Ég leyfi mér enn þá að vitna í fyrrgreinda grein B. Th. M. um. þetta efni. Hann segir svo: ,,í hitteðfyrra var ég á ferð á íslandi. Þá sagði við mig einn hinn merkasti skólastjóri norðanlands, sem víða er kunnur um land- ið, að nemendur síra Sigtryggs bæru svo af öðrum Vestfirðingum að siðprýði og skyldu- rækni, að þeir væru auðþekktir úr þar vestra. Þetta er fagur vitnisburður og bæði síra Sigtryggi og nemendum lrans til særnd- ar. Hann sýnir og, hve verk síra Sigtryggs er þýðingarmikið." Gróðurreiturinn Skrúður. Síra Sigtryggur var ágætur grasalræðing- ur og unni hvers konar ræktun. Var það f samrænri við eðli hans og lundarfar. Þess vegna konr lrann á fót litlunr gróðurreit á fyrstu árunum, senr hann var á Núpi, og ■KSH&œ. wSeafil...mt; Gosbrunnurinn í Skrúð. Noltkuð gömul mynd. Sennilega frá 1930—40. tengdi hann strax við skólann. Lhrr það hef- ur lrann sjálfur ritað á þessa leið: „Við bræður töluðum unr skólahald fyrir börn og unglinga. Fræðslu unr menn og rnenntir fundum við góða og gagnlega, en ekki einhlíta. Grunntónarnir lægju í setn- ingu Grundtvigs: „Fyrir guð og föðurland- ið.“ Hver góður skóli yrði að hafa í huga endurfæðingu sálarlífsins, syngja það til lrærri manngöfgi. . . Eitt meðal til þess væri blónrskrúð jarðar. . . Nú vaknaði lrugmyndin unr skólagarð og hversu hann nrætti lieiðra föðurlandið og nreð öðru skapa því góð kærleiksbörn. Og að lokum sagði bróðir nrinn: „Þú mátt velja hvern blett í landareign nrinni, ræktaðri og óræktaðri, sem þú vilt, til gróðurgarðs." Mörgunr, er séð hafa, lrefur þótt ég hafa valið illa, líkt því er segir í vísunni: „Bratt- ur nrelur, stórgrýtt urð.“ Ástæður mínar eru tilfærðar í skrifaðri Árbók Skrúðs. Tilfæri hér tvær: Mér fannst bruðlunarsenri að gera unrrót í bezt búnu bjargarlandi og: „Þar senr við ekkert er að stríða, er ekki sigur neinn að fá.“ Ég lref líka jafnan sagt gest- um, er við bræður lröfum fylgt unr reitinn, að lrér sé um skólagarð að ræða.“

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.