Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Page 21

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Page 21
N. Kv. ÍSLENZKIR ÆTTSTUÐLAR 75 konu sinnar, og Sign'ðar dóttur sinnar Gísla Filippussyni hálfan Haga fyrir 90 hundruð. Hér á móti gaf Gísli 24 hundraða jörð, Botn í Patreksfirði, og lausafé, og samþykkti Ingi- björg Eyjólfsdóttir, kona Gísla, kaupin.42) Botn í Patreksfirði er 16. október 1479 kom- inn í eigu Jóns Ólafssonar og Hallfríðar Þórðardóttur, sem þá, í Haga, fengu Gísla I'ilippussyni jörðina í próventu með sér.43) Líklega hefur Hallfríður verið dóttir Þórðar Sigurðssonar, og e. t. v. hefur ættleggur frá honum dáið út með henni. ccc. Filippus Sigurðsson. Síra Ljótur Helgason vottar það í Selárdal L júní 1450, að hann hafi verið á Reykhól- um þegar Jón biskup Gerreksson vísiteraði Vestfirði og gisti á Reykhólum. Hann segir, að þá hafi Gizur Runólfsson kært Filippus Sigurðsson og beðið Jón biskup að hjálpa sér að gera Filippusi ,,eina hveria vlucku", en biskup hafi skipað sveinum sínum, þeim, er hér á landi voru „danir“ kallaðir, að gera fyrrnefndum Filippusi „hveria vlucku, er Gizur villdi“. Var þá sagt, að Filippus væri kominn í kirkju, en biskup hafði skipað sveinum sínum að taka hann út úr kirkjunni vegna Gizurar og gera til það, sem Gizur vildi, nema Filippus gerði að vild Gizurar, og á biskup eftir vitnisburði síra Ljóts að hafa viðhaft þessi orð: „Þótt kirkjan væri saurguð í kvöld, að hann skyldi gera hana hreina að morgni.“44) Filippus hefur einhvern veginn sloppið lifandi úr greipum Jóns biskups og sveina hans. Hann er vottur að því í Haga á Barða- strönd 21. febrúar 1458, að Þórður bróðir hans og kona hans, Ingibjörg Halldórs- dóttir, gáfu Halldóri Hákonarsyni, bróður Ingibjargar, alla þá tiltölu, sem þau áttu til Kirkjubóls í Valþjófsdal.45) Filippus er í alþingisdómi 1459, útnefnd- 42) D. I. V, bls. 712. 43) D. I. VI, bls. 229. Sjá hér skömmu síðar aths. um verð Haga. 44) D. I. V, bls. 50-51. 45) D. I. V, bls. 159. um af hirðstjóra, og liefur hann því þá ann- að hvort verið sýslumaður eða nefndarmað- ur.4G) 7. febrúar 1460 er gert ltrúðkaup þeirra Gísla Filippussonar og Ingibjargar Eyjólfs- dóttur á Hóli í Bíldudal. Filippus Sigurðs- son og Gróa Ketilsdóttir, kona hans, gáfu þá Gísla syni sínum til kaups við Ingibjörgu hálfa jörðina Haga á Barðaströnd fyrir lx lnindraða og þar með xx kúgilcli eða kví- ilda virt, og samþykkti Loftur Filippusson þessa gjöf til Gísla bróður síns.47) Sex menn votta það í Haga á Barðaströnd 31.'ágúst 1461, að 24. ágúst s. á. hafi Filipp- us Sigurðsson spurt Hjálmar Snartarson að því í Otrardal, „hvort hann hefði nokkuð bréf út gefið með sínu innsigli um sinn vitnisburð um þann sama skóg í Moradal frá Oldugili og fram að Hagagarði etc.“, en Hjálmar neitaði og lofaði Filippusi að stað- festa það með eiði.48) 11. júní 1463 er Filippus dómsmaður í héraðsdómi í Hvestu í Arnarfirði.49) 6. sept- ember 1467 er hann rneðal lögréttumanna í dórni Brands lögmanns Jónssonar á Torfu- stöðum í Mið’firði.50) 19. október s. á. er hann meðal votta að arfaskiptum eftir Björn hirðstjóra Þorleifsson í Vatnsfirði.51) 22. apríl 1473 vottar hann ásamt fleirum rnönn- um í Vatnsfirði gerning, sem fram fór í Haga á Barðaströnd 24. maí 1472.52) 1478 er hann í alþingisdómi, og á Alþingi s. á. er hann meðal þeirra, sem hirðstjórar kvöddu til að meta fé Guðmundar Arasonar, sem Björn og Einar Þorleifssynir tóku að sér á sínum tíma.53) 1480 er hann enn á Alþingi og und- irritar bréf til konungs.54) Til er eftirrit af yfirlýsingu FilippusarSig- urðssonar um það, að hann hafi handfest 46) D. I. V, bls. 185. 47) D. I. V, bls. 205-206. 48) D. I. V, bls. 239. 49) D. I. V, bls. 380. 50) D. I. V, bls. 487. 51) D. I. V, bls. 499. 52) D. I. V, bls. 667-668. 53) D. I. VI, bls. 141. 54) D. I. VI, bls. 282.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.