Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Page 27

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Page 27
N. Kv. SÍRA BJÖRN STEFÁNSSON 81 Sira Björn og síðari kona hans, Valgerður Jóhannsdóttir. hann í Nýjum hugvekjum, húslestrabók, er Prestafélag íslands gaf út 1947. Þegar sr. Björn velur þessi fögru eink- unnarorð, er hann búinn að vera þjónn kirkjunnar á fjórða tug ára, hljóta marg- háttaða reynslu í skóla lífsins og læra margt og mikið af samferðamönnum og samskipt- um sínum við þá. Hann hefur lesið guð- fræði og kynnt sér hinar beztu bókmenntir, sem völ var á, fylgzt með öllum breytingum og framförum, er átt hafa sér stað með ís- lenzku þjóðinni, frá því að hann ungur niaður tók sitt stúdentspróf frá Lærða skól- anum í byrjun aldarinnar og til þess dags, að hann samdi ræðuna. Þetta er undirstað- an, guð er allt, þráin eftir honum er það, sem gefur lifinu gildi, sjálft lífsinntakið, kjaminn. Að hætti athugalla gáfumanna var síra Björn varkár og gætinn, þess vegna eru orð hans merkari og meira á þeim að byggja en margra annarra, er fleira rnæla og meira skrifa. Hann var mjög orðvar, en hlýddi á ræður manna af rósemi og athygli, en fulla einbeitni og kjark sýndi hann, er hann vann að þeim málum, er lionum þótti nokkurs vert um, að næðu fram að ganga. Síra Bjöm var sérstakt prúðmenni og svo háttvís í allri umgengni, að orð Bjarna Thorarensens urn Rannveigu Filippusdótt- ur rnáttu vel við hann eiga: „Kurteisin kom að innan, sú kurteisin sanna, siðdekri öllu æðri, af öðrum sem lærist.“ í fjölmenni vakti hinn virðulegi klerkur eftirtekt, í vinahópi var hann skemmtilegur og glaðvær. Öllum hlaut að líða vel í návist hans, manngæzkan var svo einlæg og sönn. Fyrir nær tuttugu árum höfðu Húnvetn- ingar mikinn mannfagnað í tilefni 60 ára afmælis Blönduósskóla. Þangað kom fólk

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.