Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Side 32

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Side 32
JÓHANN SKAPTASON: r Andrés OJafsson, hreppstjóri, Brekku Anclrés Olafsson, hreppstjóri að Brekku í Gufudalssveit í Barðastrandarsýslu, fædd- ist að Bæ í Króksfirði hinn 23. sept. árið 1866, sonur hjónanna Ólafs Andréssonar frá Andrés Ólafsson, Brekku. Gautsdal og Helgu Guðmundsdóttur, sem var ættuð úr Kollafirði í Strandasýslu. Andrés bóndi í Gautsdal, faðir Ólafs, var Guðmundsson, ættaður frá Kaldrananesi í Strandasýslu. Kona Andrésar Guðmunds- sonar var Sigþrúður Ólafsdóttir, Sveinsson- ar. Bróðir Ólafs Sveinssonar var Níels, faðir síra Sveins Níelssonar, föður Hallgríms biskups og Elisabetar móður Sveins Björns- sonar forseta. Þegar Andrés Ólafsson var á 6. ári, fékk Ólafur Sigvaldason, læknir, alla jörðina Bæ í Króksfirði til ábúðar. Fluttist Andrés þá rneð foreldrum sínum norður að Gauts- liamri á Selströnd í Strandasýslu. Ólafur faðir Andrésar var sagður mjög sterkur. Gengu af honum aflraunasögur. Eru sumar þeirra prentaðar í Sögu Snæ- bjarnar í Hergilsey. Ingibjörg móðir Sæn- bjarnar var systir Ólafs. Ólafur var járnsmiður og útvegsbóndi á Gautshamri og stundaði bæði fiskveiðar og hákarlaveiðar, eins og Andrés Guðmunds- son faðir lians, sem var annálaður hákarla- formaður. Andrés Guðmundsson fluttist í elli, ásamt konu sinni Sigþrúði, til Ingi- bjargar dóttnr sinnar í Hergilsey og Krist- jáns Jónssonar manns hennar, foreldra Sæn- bjarriar í Hergilsey, og önduðust bæði þar. Ólafur Andrésson bjó í 11 ár á Gauts- hamri, en fluttist svo með fjölskyldu sína norður að Iátlu-Ávík í Víkursveit. Þar and- aðist hann eftir þrjú ár (hann var fæddur 1835). Við andlát Ólafs voru fjögur börn hans á lífi. Sigþrúður, sem var 11 árum eldri en Andrés, Ólína, sem var ári eldri en hann, og Elísabet, er var 4—5 árum yngri en Andrés. Ekkja Ólafs fluttist nú með þrjú yngstu börnin að Hrófbergi í Strandasýslu til Guð- rúnar systur sinnar (móður Ingimundar hreppstjóra í Bæ í Króksfirði, föður Magn- úsar hreppstjóra, sem þar býr nú). Helga móðir Andrésar var ntikil vinnumanneskja og vildi systir hennar því gjarnan fá hana á heimilið. Andrés var þá á tvítugasta árinu. Meðan Andrés átti heima á Gautshamri, reri hann oft með föður sínum á haustin til fiskjar í Steingrímsfirði. Róið var með línu, beitt var ljósabeitu, krælingi og smokk, er í hann náðist. Á þorra fór Ólafur faðir Andrésar norður að Gjögri, norðan Reykjarfjarðar, og var þar formaður við fisk- og hákarlaveiðar. Fjögur síðustu árin, sem hann lifði, var Andrés með honum. Róið var á áttahring (áttæringi) og legið úti, og myndi það þykja kaldsamt starf nú á dögum. Framan af ver- tíðinni mátti ekki skera niður og varð þá

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.