Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Page 37

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Page 37
N. Kv, BOÐVAR BJARKAN 91 Hjónin Jón Ólafsson og Þorbjörg Kristmundsdóttir og börn þeirra. Sitjandi frá vinstri: Oddný, Jón Ól afsson, Þorbjörg Kristmundsdóttir, Guðrún. Standandi frá vintri: Jón, Alagnús, Böðvar. lögmaður og gegndi því starfi til æviloka. Hann andaðist 13. nóv. 1938, einum degi betur en 59 ára. Sem lögfræðingur vakti hann brátt mikið traust og því meira sem á léið, svo að hvað- anæva norðanlands a. m. k. var til hans leit- að, er mikils þótti við þurfa. Einnig gegndi hann mörgum trúnaðar- og ábyrgðarstörf- ttm fyrir stofnanir, bæ og ríki. Varð hann þegar eftir bólfestuna á Akureyri gæzlu- stjóri og síðar endurskoðandi við útibú Landsbankans þar. Jafnframt gegndi liann löngum ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Ak- ureyrarbæ, sat m. a. í bæjarstjórn og skatta- 'tefnd og var formaður fasteignanefndar um 22 ára skeið. Þá fór lrann utan á vegum rík- isstjórnarinnar 1920, til að kynna sér fyrir- homulag fasteignalánastofnana erlendis og helzt undirbúa löggjöf varðandi fasteigna- og búnaðarbanka. Ferðaðist hann í því skyni um Norðurlönd, Þýzkaland og Sviss, og samdi síðan frumvarp til laga um Ríkisveð- banka Islands. Var það frumvarp samþykkt óbreytt að kalla á næsta Alþingi (1921). Þá var hann umboðsmaður fyrir Brunabótafé- lag íslands frá 1916 og fastur prófdómari við gagnfræðapróf frá 1922. Bera öll þessi marg- háttuðu störf hans glöggt vitni um mikla almenna tiltrú, því að sjálfur var maðurinn jafnvel óþarflega lítið gefinn fyrir að berast á og sneiddi eftir megni hjá öllu félagsmála- vafstri. Hann hafði ekki hátt um sig á póli- tískum vettvangi, en lét sig þjóðmálin eigi að síður miklu skipta og ritaði stórmerkar greinar um þjóðmegunarleg efni, svo sem bráðsnjallt- erindi um síldveiði og síldar- markað, sem segja má að hleypti þeind meg- inatvinnugrein íslendinga af stokkunum að

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.