Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Síða 49

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Síða 49
N. Kv. FAÐIR MINN 103 Matthías svarar þessu vel og viturlega í kvæði einu, og mun þá hafa haft í huga ríki- dæmi öreigans, Eggerts bróður síns: „Sá er munur á sönnu og lygi, að sannleiksbarn fær líf úr hjarni.“ Jochum í Skógum, faðir Eggerts kennara, var son- ur Magnúsar sjálfseignarbónda í Skógum, Magnús- sonar bónda s. st. Halldórssonar bónda s. st. Bjarna- sonar Jónssonar (Kollabúða-Bjarna af Vindhælisætt i Skagafirði). Skógar í Þorskafirði lögðust í eyði, eins og marg- ar jarðir fleiri í Stórubófu, er geisaði 1707—9, og voru Skógar í eyði nokkur ár, unz Bjarni Jónsson keypti þá. 'Bjó Bjarni í Skógum og síðar Kollabúð- um, eftir að Halldór sonur hans tók við búi í Skóg- urn, en Bjarni mun þó oftast hafa búið á báðum jörðunum samtímis, eða þeir feðgar saman ásamt systur Bjarna. Bjarni Jónsson er þó í ættartölum ávallt kenndur við Kollabúðir. Amma Eggerts, móðir Jochums í Skógum ,var Sigríður Aradóttir bónda að Reykhólum, Jónssonar prests á Stað á Reykjanesi, Ólafssonar Eiríkssonar, prests, Rafnssonar bónda á Ketilsstöðum á Völlum og konu hans Ingibjargar, dóttur séra Sigfúsar Tóm- assonar prests í Hofteigi, Ólafssonar prests að Hálsi í Fnjóskadal og konu hans Ragnheiðar Árnadóttur Einarssonar prests í Garði og Helgu Sigfúsdóttur Guðmundssonar, prests á Stað í Kinn, er var skáld gott eins og bróðir hans, síra Ólafur á Sauðanesi, er var mikið sálmaskáld, svo sem kunnugt er. Langamma Eggerts í föðurætt, móðir Ara á Reyk- hólum, var Sigríður Teitsdóttir sýslumanns Arason- ar, komin af Ara sýslumanni í Ögri, Magnússonar sýslumanns prúða Jónssonar, lögmanns á Svalbarði, Magmissonar og konu hans, Ragnheiðar Pálsdóttur (Ragnheiðar á rauðum sokkum). Magnús Jónsson prúði (faðir Ara í Ögri) og Staðarhóls-Páll voru albræður og báðir þekkt skáld á sinni tíð. Móðir Sigríðar Teitsdóttur var Margrét Eggerts- dóttir Snæbjarnarsonar (Mála-Snæbjarnar) Pálsson- ar sýslumantis Torfasonar prests að Kirkjubóli í Langadal. Hún varð kona háöldruð og bjó lengi ekkja á Reykhólum stórbúi eftir lát manns síns. Hún lét eftir sig mikinn auð, er skiptist milli barna þeirra. Kona Ara á Reykhólum, rnóðir Sigríðar ömmu Eggerts kennara, var Helga dóttir síra Árna í Gulu- dal, Ólafssonar lögsagnara á Eyri, sem ætt átti að telja til Staðarhóls-Páls og fleiri merkismanna þar vestra. Kona Staðarhóls-Páls var Helga Aradóttir Jónssonar biskups Arasonar, er líflátinn var í Skál- holti (7. nóv. 1550). Þóra, móðir Eggerts kennara var fædd 30. júní 1808 í Skáleyjum á Breiðafirði, dóttir Einars Ólafs- sonar bónda í Skáleyjum Ólafssonar bónda s. st. Oddssonar bónda í Sviðnum Jónssonar í Stagley. Móðir Þóru í Skógum, kona Einars í Skáleyjum, var Ástríður Guðmundsdöttir Einarssonar Björns- sonar, er átti Ingibjörgu Bjarnadóttur Jónssonar á Kollabúðum (Kollabúða-Bjarna). Björn, faðir Ein- ars, er hér var síðast nefndur, var Pálsson á Hamar- landi Ormssonar. Móðir Ástríðar móður Þóru í Skógum var Guð- rún Eggertsdóttir Ólafssonar „betra“ Hergilseyjar- bónda, d. 1819, er endurreisti Hergilsey úr margra alda auðn, bjó þar stórbúi við ráðdeild og rausn til dauðadags, eftir að hafa alizt upp í sárustu örbirgð og umkomuleysi. Eggert í Hergilsey var maður stór- ættaður, þótt í fátækt upp fæddist ungur, af ætt Ól- afar ríku á Skarði og Björns hirðstjóra Þorleifsson- ar, er Englendingar drápu í Rifi 1467. Systkini Þóru í Skógum, móður Eggerts kennara, voru þessi: Helga, húsfreyja á Hallsteinsnesi (þær voru tví- burar). Guðrún, ljósmóðir í Miðbæ í Flatey, amma þeirra skáldkvennanna Herdísar og Ólínu Andrésdætra. Sigriður, giftist Magnúsi óðalsbónda Einarssyni í Látrum. Sveinbjörn, giftist dóttur Eyjólfs „eyjajarls“ í Svefneyjum og drukknaði af skipi hans nýgiftur. Guðmundur, prófastur og alþingismaður að Kvennabrekku og Breiðabólstað á Skógarströnd, faðir frú Theodóru Thoroddsen og Ásthildar Thor- steinsson á Bíldudal. Jochum í Skógum, maður Þóru en faðir Eggerts, átti engan bróður en þrjár systur, þessar: Margrét, giftist Pétri Jónssyni, bónda í Skáleyj- um, sæmdarhjón, áttu margt barna og fjölda af- komenda. Guðrún, kona Jóns Jóhannessonar í Múla í Þorskafirði. Börn þeirra fluttust flest til Vestur- heims. Kristin, giitist þýzkum beyki, Johan Mohl eða Moul af nafni. Þau bjuggu fyrst í Flatey á Breiða- firði og áttu nokkur börn, en fluttust síðan til ÞÝzkalands, en eitthvað af afkomendum þeirra mun þó hafa orðið eftir og alizt upp við Breiðafjörð. Meðal barna þeirra var Metta Kristín Moul, fædd 3. okt. 1853 i Flatey á Breiðafirði; fluttist uppkomin að ísafjarðardjúpi, ráðvönd heiðurs- og dugnaðar- kona, en heilsuveil einkum síðustu áratugi ævinnar. Dvafdist lengst af vinnuhjú þeirra merku höfðings- hjóna Valgerðar Jónsdóttur og Kristjáns Þorláks- sonar, óðalsbónda að Múla í Nauteyrarhreppi, og dó þar háöldruð haustið 1938.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.