Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Page 53
N. Kv.
SJÁLFSÆVISAGA
107
vitjun á hverjum vetri. Síðasta veturinn
sem hann var á Miklabæ kom hann eftir
venju. Ég var þá orðinn 6 ára og talinn all-
vel læs, og nú vissi ég að mér var ekki und-
ankomu auðið, ég yrði að lesa fyrir prest-
inn. Ég hímdi úti í horni baðstofunnar,
ekki beinlínis upplitsdjarfur, en gaut aug-
unum við og við á þennan mikla mann,
sem skrafaði við pabba jafn blátt áfram og
alþýðlega, eins og bændurnir úr nágrenn-
inu. Eftir nokkurt spjall byrjaði yfirheyrsl-
an. María var tekin fyrst, hún var á ferm-
ingaraldri. Svo kom röðin að Stefáni. Þá
læddist ég fram í eldhús til mömmu, hún
var að hella upp á könnuna. Mamma klapp-
aði á kollinn á mér og sagði: „Vertu hvergi
smeykur, Jonni minn, þetta gengur allt að
óskum.“ Loks var kallað á mig og ég rölti
inn að borðinu til prestsins og stóð þar,
ekki beinlínis upplitsdjarfur meðan hann
krotaði eitthvað í bók, sem lá á borðinu.
Loks leit lrann á, en hefur víst séð hvað
mér leið, því hann tók mig á kné sér og fór
að spjalla við mig ofur góðlátlega og jafn-
vel segja mér sögur. Er svo hafði fram far-
ið um hríð segir prestur: „Nú er ég búinn
að fræða þig um ýmislegt, stúfur minn, svo
ekki er nema sanngjarnt að þú lesir dálítið
fyrir mig í staðinn.“ Öll feimnin var nú
horfin og las ég viðstöðulítið það sem til
stóð. Prestur hældi mér fyrir frammistöð-
una, svo ég dirfist að spyrja: „Heldur prest-
urinn að ég losni nokkurn tíma við linmæl-
ið?“ Prestur hló við og svaraði: „Það máttu
vera viss um. Þú verður skýrmæltur áður
langir tímar líða, og góður lesari um leið.“
Fór ég því ólíkt hressari í bragði frá þess-
ari fyrstu prófraun minni en ég kom.
Ekki má ég skiljast svo við Úlfsstaðakot,
að ég minnist ekki Úlfsstaðakonunnar í
stuttu máli, svo margan kökubitann þáði
ég úr örlátri hendi hennar. Ásdís hét hún
og var Hallgrímsdóttir. Ásdís á Úlfsstöðum
var hún alltaf kölluð og hafði almennings-
orð fyrir brjóstgæði og gjafmildi. I mínum
augum var hún æðri vera, þessi hávaxna,
fríða og fölleita kona, sem allra böl vildi
bæta, sem hafði innilega ánægju af því að
seðja svöng börn og miðla þeim um leið af
sínum mikla móðurkærleika. Börn eru
furðu næm á að finna af hvaða huga þeim
er gefið. Ásdís á Úlfsstöðum kunni að gefa,
hún gaf með hjartanu.
Veturinn 1883 lét Benedikt á Úlfsstöð-
um pabba vita, að hann gæti’ ekki fengið að
vera lengur á kotinu, en til næstu fardaga.
Kvaðst hann þurfa þess með sjálfur. Leit-
aði pabbi enn fyrir sér með jarðnæði og
fékk loks loforð fyrir Miðsitju, sem er næsta
býli við Úlfsstaðakot að norðan og í efri
bæjarröðinni eins og jrað.
Eitthvað heyrði ég minnzt á það af for-
eldrum mínum að réttast væri af jjeim að
drífa sig til Ameríku, í það gósenland sem
sagt var að þar væri. Meðan brætt var um
þetta fram og aftur dreymdi mig draum,
sem ég braut lengi minn litla haus um
hvað þýða mundi og líklega er það þeim
heilabrotum að Jrakka hve skýrt ég man
draum þennan enn.
Ég þóttist vakna með það hugboð, að ég
væri einn eftir í kotinu. Auðvitað snaraði
ég mér í fötin og hóf leit í hverjum krók
og kima. Nei, það var ekki um að villast,
þau voru öll á burtu og höfðu skilið mig
einan eftir og það sem verra var, út'idyra-
hurðin var svo harðlokuð, að þar fékk ég
engu um þokað. Ég hrópaði á mömmu, en
allt kom fyrir ekki. En þá var eins og lausn-
inni væri hvíslað að mér, lausninni úr þeim
vanda er ég var kominn í.
Frarn í bænum var lítill kofi, kallaður
brunnkofi. Hann var norðastur allra kof-
anna og bæði dimmur og draugalegur. Þang-
að hafði ég aldrei þorað að koma nema í
fylgd með öðrum. I einu horni kofans var
brunnur, feiki djúpur, að mér fannst, sást
glitta í vatn einhvers staðar niðri í jörðinni.
Nú var eins og mér heyrðist einhver segja:
„Ef þú liefur kjark til að steypa þér í brunn-
inn, þá kemstu fljótlega á fund mömmu
og alls fólksins þíns.“ Framhald.