Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Qupperneq 58

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Qupperneq 58
112 DALURINN OG ÞORPIÐ N. Kv. innan í bréfi, en engar lummur. Þeir urðu kaflinu fegnir, því þeir voru þyrstir. Og alltaf var gott að livíla sig andartak. Sigga settist líka og horfði brosandi í kringum sig. Hún var alltaf í góðu skapi. Nú var blessað sumarið komið, sólskinið gullið, eins og hár hennar, sem hafði lengzt. Einnig halði tognað úr lienni sjálfri. Rönd- ótti kjóllinn var orðinn henni of stuttur. HÚn leit til bróður síns, sem var búinn að drekka kaffið og farinn að rýna í blaðsnep- ilinn, sem var utan unr sykurmolana. Það var gamall og lúinn snepill, rifrildi af dag- blaði. Hún horfði á bera handleggi Jians og minntist þess, hve honum er illa við bættar skyrtur og að stundum hafði hann fleygt skyrtunni sinni í liana aftur, þegar honum líkaði hún ekki úr þvottinum. Henni þykir verra að verða fyrir gráu köldu augnaráði hans, þegar hann er í vondu skapi, en nokk- urs annars, sem hún þekkir. Stundum finnst henni þau ekki vera skyld. — Þegar þeir eru nú að ljúga því upp í opið geðið á manni, að allir bændur lands- ins séu sjálfstæðir menn, sagði drengurinn og leit til föður síns. Hann var seinn til svars. — Já, það stendur nú svo margt í þeim, þessum blöðum, sagði hann. Sigga rétti hönd eftir tómri kaffikönn- unni. Henni leiddust allar umræður um pólitík, sem enduðu oftast með því, að bróðir hennar reiddist. Sérstaklega gerðu pólitískar skoðanir stjúpunnar honunr gramt í geði. Sigga skildi ekki, hvers vegna hann var svona æstur í að tala um þetta og það núna, þegar vorið var komið og lækur- inn niðaði og himinninn var blár. Hún var að hugsa um allt annað. Það var svo gaman að vera ung og eiga spegilbrot til að líta í, þegar aðrir voru háttaðir á kvöldin. Þá var það, að' stóri bróðir vildi alltaf tala um póli- tík. Hann varð svona í vegavinnunni í fyrra o'g hitteðfyrra, og síðan las hann blöð, sem hann fékk lánuð hér og þar. Sigga leit aldr- ei í blað, nema ef þar voru kvæði og eftir- mæli eftir einhvern. Drengurinn sagði, að hún væri ekki læs. Hann leit á hana, þegar hún var að fara. — Kaffið var bölvað skólp, sagði hann. Þið búið aldrei til almennilegt kaffi. — Jæja, var það vont? Bless, sagði hún, án þess að fyrtast hið minnsta. Hún stiklaði gætilega yfir mýrina til að bleyta sig ekki, hoppaði á staksteinum, léttfætt eins og hindin, í sínum stutta, þrönga kjól. Heim á túninu staldraði hún við, settist augnablik niður, kannske hafði hún fundið sjaldgæft blóm. Drengurinn horfði á eftir henni. Faðir þeirra hallaði sér upp að stórri þúfu og hafði húfuna sína yfir augunum. Hann var órakaður, og skeggbrocldarn ir í vöng- unum gráir, andlitið magurt og hrukkótt, hendurnar blakkar með stórum æðunr. Hárið var gisið og talsvert farið að grána. Hann var lotinn í herðunum og gangur- inn var þyngslalegur. Hann þoldi orðið illa að vera í heyjum. Hann hafði feng- ið sér heygr ímu árinu áður, sem þeir, sem bezt vissu, sögðu að væri allra nreina bót. Steina fannst eitthvað annað. Stelkurinn gall úti í mýrinni, heiðlóin söng og skýin yfir lreiðinni voru hvít og blá. Og allt í einu varð drengurinn gagntekinn af meðaumkun nreð föðurnum, þessunr út- slitna, viljalausa nranni, nreð gisna hárið og gráu skeggbroddana, sem átti ekki framar neina von, nenra hvíld dauðans, og senr aldrei hafði haft skap til að rísa gegn neinu því, er þjakaði hann. Drenginn langaði til að standa á fætur, leggja hendur um háls þessum ganrla manni og hvísla: — Pabbi minn. Iíann fór að blístra til að vísa þessari ó- þarfa viðkvæmni á bug. Það var komið upp í vana fyrir lronum að blístra, þegar honunr var órótt innan brjósts. Svo tók hann blað- snepilinn aftur og las. Það sneri hugsununr hans í aðra átt. Framhald.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.