Tjaldbúðin - 01.01.1902, Blaðsíða 5

Tjaldbúðin - 01.01.1902, Blaðsíða 5
I. Vesturferðir 1854—1900. Sumarið 1854 hófust vesturferðir frá íslandi til Vesturheims. Fyrstu vesturfarar vóru allir frá Vestmanneyjum. Nöfn þeirra vóru þessi: Guð- niundur gullsmiður Guðmundsson, ungfrú Helga Jónsdóttir, Samúel Bjarnason og Margrjet Gísla- dóttir kona hans. Næstu ár tíndust nokkrir fleiri íslendingar vestur um haf. Einn þeirra, Þórður Diðriksson, gerðist brátt vesturfara-»agent« og sneri aptur til íslands í þeim erindagerðum. Hann var fyrsti »agentinn«, sem var sendur til íslands. Sumarið 1857 safnaði hann saman 12 vesturförum í Vestmanneyjum og fór með þá vestur um haf (»I’jóðólfur« 29. ág. 1857). Vestur- ferðum hjelt áfram. Fyrsta nýlenda Vestur-íslend- inga komst á fót í Utah í Bandaríkjunum. 1 ný- lendu þessari vóru Vestur-íslendingar orðnir G00 að tölu 1894 (»Lögberg« 21. febr. 1895). Vesturferðir hófust frá Vestmanneyjum en breiddust þaðan smátt og smátt út um allt ísland. Árið 1863 fluttust 5 Islendingar til Brasilíu (4 frá

x

Tjaldbúðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.