Tjaldbúðin - 01.01.1902, Blaðsíða 31

Tjaldbúðin - 01.01.1902, Blaðsíða 31
— 29 — gat eigi mætt). Jón ritstjóri Ólafsson var fregnriti »Lögbergs« á kirkjuþingi þessu. Eptir klrkjuþing vakti hann »íslendingadagsmálið« (»Tjaldbúðin« VI.bls.14—16), svo að íslenzk þjóðhátið var haldin í Winnipeg i fyrsta sinni (2. ág. 1890). í sambandi við kirkjuþing þetta má minnast á trúboð Únítara í Winnipeg. Arið 1887 fjekk Björn Pjetursson (fluttist vestur 1876) styrk, til þess að verða trúboði Únítara meðal Vestur-íslendinga. Skáldið Kristofer Janson útvegaði honum styrk þennan hjá Únítörum í Bandaríkjunum. Björn þýddi fyrst nokkrar ræður eptir Kristofer Janson og boðaði trú Únítara lítið eitt á mannfundum. í marz 1890 settist hann að í Winnipeg og tók nú að boða trú á hverj- um helgum degi. í des. 1890 kom hann þar söfnuði á fót, er fjekk nafnið: sFyrsta íslenzka Únítara kirkja«. Seinr.a byggðu Únítarar kirkju í Winnipeg.* Hún var fullgerð í des. 1892. Björn varnú orðinngamallmaður. Hanndó 25.sept. 1893. 7. kirkjuþingið var haldið í Winnipeg 1891. l’ar mættu 4 prestar (síra Jón, síra Friðrik, slra Steingrímur og síra Hafsteinn) og erindsrekar frá 12 söfnuðum. Aðalmál kirkjuþingsins var »úr- göngumál« síra Magnúsar J. Skaptasonar. * í árslok 1890 vóru þrír íslenzkir prestar í Winni- peg, sinn af hverjum trúarflokki (Björn Pjetursson, síra Jón Bjarnason og síra Jónas Jóhannsson).

x

Tjaldbúðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.