Tjaldbúðin - 01.01.1902, Side 22

Tjaldbúðin - 01.01.1902, Side 22
20 — semistrú. Síra Jón missti atvinnu sína og gcrðist nú fullkominn óvinur sýnódunnar. Brátt var farið að vinna að því, að bola síra Pál frá prestskap í Nýja íslandi og koma síra Jóni þar að í stað hans. þetta kom i ljós á fundum, sem fylgismenn síra Jóns hjeldu í Fljótsbyggð í Nýja íslandi 27. og 28. apríl 1877. Smátt og smátt var komið á fót söfnuðum, sem tóku síra Jón fyrir prest. Söfn- uðir þessir kölluðu sig: »Hið lúterska kirkjufje- lag íslendinga í Vesturheimu. Síra Jón flutti al- kominn til Nýja íslands 8. nóv. 1877. Eptir komu síra Jóns til Nýja íslands er hafinn ófriður gegn síra Páli. I’annig hófst kirkju- sundrung sú, sem hefur verið Vestur-íslendingum til mesta hnekkis. íslenzku blaði, »Framfara«, var komið á fót í nýlendunni (»Árný« bls. 38). Blaðið var málgagn síra Jóns. Hann og vinir hans rituðu í blaði þessu margar greinar gegn síra Páli, sem eigi fjekk að bera hönd fyrir höfuð sjer, svo nokkru næmi. Og með því að þetla var eina blaðið i nýlendunni, þá var síra Páll mjög varnarlítill gegn árásum mótstöðumanna sinna, Til þess að ráða bót á deilum þessum var haldinn »trúarsamtalsfundur« á Gimli í Nýja íslandi 17. og 18. marz 1879. Fundur þessi hafði eigi mikla þýðing. I'ví skömmu seinna leituðu báðir prestarnir burt úr Nýja íslandi. í trúardeilum þessum hefur síra Páll algerlega

x

Tjaldbúðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.