Tjaldbúðin - 01.01.1902, Blaðsíða 23

Tjaldbúðin - 01.01.1902, Blaðsíða 23
21 rjett fyrir sjer. Hann var mesti trúmaður og unni lútersku kirkjunni af alhuga. Honum svipaði í trúarskoðunum til Bíra Helga Hálfdánarsonar og breytti í engu frá trúarjátning kirkjunnar á ís- landi. Hann fylgdi játningarritum lútersku kirkj- unnar: »Hinum rninni fræðum Lúterssc og »Ags- borgarjátningunni«, eins og lúterska kirkjan gerir bæði á íslandi og um allan heirn. í deilum þessum hallaðist síra Jón að skynsemistrú. Hann kallaði »hin minni fræði Lúters« »sína trúarjátn- ing«, en neitaði gildi »Ágsborgarjátningarinnar« og ýmsum greinum hennar. Nú hefur síra Jón breytt trúarskoðun sinni. Hann fylgir nú ná- kvæmlega sömu trúarjátningarritum, og síra Páll fylgdi í Nýja íslandi. Vorið 1879 fluttist síra Páll alfarinn úr Nýja íslandi suður í Pembina Co., Norður-Dakota og »lagði grundvöllinn að hinni blómlegu íslendinga- byggð, sem þar er nú«. Brátt fór hann að koma þar á fót reglulegum söfnuðum (Garðar-söfnuði 24. nóv. 1880 og Víkur-söfnuði 30. s. m.). Söfn- uðir þessir samþykktu »safnaðarlög síra Páls frá Nýja íslandi með fáeinum óverulegum breyting- um« (»Sam.« III. bls. 102). Heilsa síra Páls var nú á förum. En samt flutti hann guðsþjónustur og vann að safnaðarmálum með brennandi áhuga, meðan líkamskraptar hans á nokkurn hátt leyfðu. Hann bar velferð safnaða sinna með xdæmafárri

x

Tjaldbúðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.