Tjaldbúðin - 01.01.1902, Blaðsíða 34

Tjaldbúðin - 01.01.1902, Blaðsíða 34
— 32 þingi 1885 bar Baldvin Baldvinsson upp tillögu um, að söfnuðir kirkjufjelagsins »gerist sem fyrst lög- bundnir, til betri tryggingar þeim, er hafa nauð- synleg viðskifti við þá«. Á seinni kirkjuþingum var síðan opt og mikið rætt um að löggilda kirkju- fjelagið. En löggildingin hefur samt aldrei komizt á. Á kirkjuþingi 1892 var dálítið rætt um »Aldamót«, sem prestar kirkjufjelagsins höfðu komið á fót haustið 1891 (»Tjaldbúðin« II. bls. 24). 9. kirkjuþingið var haldið í Winnipeg 1893. í’ar mættu erindsrekar frá 14 söfnuðum og þrír prestar. Síra Jón var fjarstaddur sakir geðveiki sinnar. Á kirkjuþingi þessu tóku j)eir Björn B. Jónsson og Jónas A. Sigurðsson prestvígslu, Síra Jónas varð prestur hjá nokkrum íslenzkum söfnuðum í Norður-Dakota. Síra Björn varð prestur íslenzku salnaðanna í Minnesota 1894 (»Tjaldbúðin« II. bls. 26). í sambandi við kirkju- þing þetta má minnast á það, hvernig kirkju- fjelagið hefur aflað sjer presta, Til þess hafa verið farnar 2 leiðir síðan 1886: Ungir óg efni- legir menn úr flokki Vestur-íslendinga, sem hafa gengið í skóla og lesið guðfræði, hafa tekið prest- vígslu, þótt þeir hafi eigi tekið embættispróf. Þetta er alveg sama og gert var á íslandi, að því er síra Pjetur Guðmundsson og síra Jón Straumfjörð snerti. Hin aðferðin er að ná prestum

x

Tjaldbúðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.