Tjaldbúðin - 01.01.1902, Blaðsíða 26

Tjaldbúðin - 01.01.1902, Blaðsíða 26
— 24 — í landi þessu« (»Sam.« III. bls. 119) Á fundi þessum »lagði síra Hans Thorgrímsen fram fjórar greinar þess innihalds, að þar eð vjer íslendingar í Vesturheimi stöndum á einum og sama trúargrund- velli, þá ættum vjer allir að mynda sameiginlegt kirkjufjelag. — Greinar þessar vóru samþykktar í cinu hljóði« (»Leifur« 2. ár, nr. 33). Síðan var frumvarp til kirkjufjelagslaga samið, rætt og sam- þykkt á fundi þessum. Þannig kom síra Hans Thorgrímsen kirkjufjelaginu á fót. í söguágripi þessu verður framvegis fylgt röð kirkjuþinganna. Mál þau, er kirkjuþingin hafa fjallað um, ganga venjulega frá einu kirkjuþingi til annars. Og opt eru sömu samþykktirnar gerðar í sama málinu kirkjuþing eptir kirkjuþing. í ritgerð þessari er aðeins eitt mál sett í sam- band við hvert kirkjuþing. Söguágrip þetta nær eigi lengra cn til 1894, því þá tekur við saga »Tjaldbúðarsafnaðar« 1894—-1900 (»Tjaldbúðin« I—VII). I. kirkjuþingið var haldið í Winnipeg 1885. Þar mættu 2 prestar, síra Hans og síra Jón Bjarnason* og erindsrekar frá 14 söfnuðum. 7 af söfnuðum þessum vóru í Norður-Dakota, 1 í * Hann kom aptur vestur um haf surnarið 1884, varð prestur íslenzka safnaðarins í Winnipeg og mætti á kirkju- fundinum á Mountain 1885.

x

Tjaldbúðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.