Tjaldbúðin - 01.01.1902, Blaðsíða 17

Tjaldbúðin - 01.01.1902, Blaðsíða 17
15 þeirra var á kirkjuþinginu. Sigtryggur var heima á íslandi, en sira Jón gat eigi mætt á kirkjuþingi þessu sakir sjúknaðar sins (»Tjaldbúðin« V. bls. 22—23). Síra Jón keypti síðan bókasafnið (fyrir hönd kirkjufjelagsins) af Sigtryggi fyrir miklu rneira verð, en kirkjuþingið hafði boðið. Kaup þessi vóru samt staðfest á kirkjuþingi 1894 eptir nokkrar umræður. Pá var og samþykkt, að bókasafn þetta yrði eign skólans, þegar hann kæmist á fót. Eptir 1892 fór að dofna yfir skólamálinu. Samskotin í skólasjóð urðu lítil. Þó má geta þess, að síra Jónas A. Sigurðsson safnaði allmiklu í skólasjóðinn haustið 1896. Á kirkjuþingi 1895 kom það fram, að sumir væru shræddir um, að sjóðurinn væri ef til vill eigi nógu vel tryggður«. Hann væri í »útlánum« án lagalegrar tryggingar, með því að kirkjufjelagið er ekki löggilt fjelag. Alþýða manna vissi ekki, hvar sjóðurinn var á vöxtum, því aldrei birtust neinir »sundurliðaðir reikningar« á prenti yfir »útlán« þessi (»Þjóðólfur« 29. marz 1901). Skólanefndin sagði, að það færi mjög vel um sjóðinn, en skýrði samt eigi frá þvi, hvar hann væri »niðurkominn«. Skýrsla nefndarinnar var síðan samþykkt með meiri hluta atkvæða. Á kirkjuþingunum 1897 og 1898 vakti skóla- málið afarmikla sundrung í kirkjufjelaginu. Kirkju-

x

Tjaldbúðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.